Leita í fréttum mbl.is

Næstum flutt

Já við erum svona næstum því flutt. Sóttum búslóðina á Seyðisfjörð í gær og var allt dótið komið inn í íbúð klukkan 10 í gærkvöldi. Mikið vorum við fegin að vera komin með það! Byrjuðum svo í gærkvöldi að taka upp úr kössum og héldum áfram í dag. Ætlum að sofa annaðkvöld. Getur ekki annað en boðað gott að sofna í nýrri íbúð á "föstudegi til fjár" og vakna þar á "laugardegi til lukku" Smile Trúi ekki öðru.

Ég er byrjuð að vinna niður á Heilsugæslu. Byrjaði á mánudeginum og er að leysa af í móttökunni. Verð þar sennilega í tvær vikur í viðbót eða svo. Bara gaman. Get nú samt alveg sagt ykkur það að mér finnst ógeðslega erfitt að vakna dag eftir dag klukkan 7 á morgnanna!! Hef ekki þurft þess síðan í sumar held ég bara. Líka frekar erfitt að fara á ein á fætur meðan feðginin sofa á sínu græna.

Fór í mæðraskoðun í vikunni og er allt í góðu. Er komin 18 vikur á leið. Förum í sónar 19. feb til að vitað kynið... og ég er gjörsamlega að missa mig af spenningi W00t

En já af leikskólamálum hjá Ingibjörgu er það að frétta, að hún byrjar um miðjan mánuðinn. Mikið er ég glöð! Var farin að sjá fram á að barnið kæmist ekki inn fyrr en næsta haust!! Hún verður frá 8-14 til að byrja með. Þetta verður spennandi hjá henni og vonandi á hún eftir að plumma sig fínt Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að heyra með leikskólaplássið, það verður fínt fyrir hana að komast í smá "vinnu". Þú verður svo að muna hvað þig dreymir í nótt

Smill (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 10:09

2 identicon

gott að heyra að búslóðin sé komin í hús. Ég held að þetta geti bara ekki klikkað því eins og þú bendir á þá er föstudagur til fjár og laugardagur til lukku. Gangi ykkur vel og til hamingju með leikskólaplássið hjá skottu.

Kíktu nú í kaffi, ég er farin sakna þín.

Svanfríður (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 05:19

3 identicon

Sæl Úrsúla gaman að heyra allt sé komið í nýja húsið hjá ykkur, leikskólamál að komast á hreint og komin í vinnu, ekki hægt að kvarta haha.

 Gangi ykkur allt í hagin og alltaf gott að vera í firðinum fagar.

kveðja frá london 

Þórunn Guðrún Einarsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband