Leita í fréttum mbl.is

Og þá er ég flutt :)

Jamm við sváfum fyrstu nóttina á laugardeginum, svo gæfan ætti nú alls ekki að klikka. Það var svo ógeðslegt veður og brjálað rok á föstudagskvöldinu að við ákváðum að sofa hérna hjá mömmu svo hún yrði nú ekki ein (pabbi úti á sjó), og svo auðvitað náðum við að koma okkur betur fyrir á laugardeginum og gera þetta aðeins heimilislegra. Sváfum öll eins og steinar, og líður bara svakalega vel þarna á bökkunum Smile Við erum búin að koma okkur ágætlega fyrir þó það sé nú smá eftir ennþá í kössum, en það er nægur tími. Ingibjörg á nú ekki lítið af dóti og það tekur alveg sinn tíma að fara í gegnum það allt saman og flokka og ganga frá. Mér líður þó vel að vera búin að koma reglu á fötin hennar.

Eitt sem mér finnst leiðinlegt við flutning er að vesenast í símakerfinu og netinu og öllu því. Það er þó ekki hægt að kvarta undan Símanum í þetta skiptið, en við vorum komin með heimasíma nákvæmlega sólarhring eftir að Heimir talaði við þá!! Bara snilld. Man þegar við fluttum í Reykjavík en þá tók það þá hátt í tvær vikur að flytja heimasímann!! Var gjörsamlega að urlast og var búin að undirbúa mig fyrir það sama núna. En nei, það er ekki það sama að vera í Reykjavík og Neskaustað, svo mikið er víst Wink Netið er hinsvegar ekki komið en vonandi fer það nú að koma. Vonlaust að vera netlaus, svona sérstaklega í sambandi við skólann. Þó ég komi nú hingað til mömmu og pabba í tölvuna þá er auðvitað best að geta farið á netið þegar manni hentar.

Heimir byrjaði í vinnunni í dag og lætur bara vel af sér, svona fyrsta daginn Smile Er að vona að ég heyri frá leikskólanum í vikunni svo það mál fari nú allt að skýrast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uss dauðskammast mín að vera ekki búin að koma og kíkja á slotið, kem pottþétt í þessarri viku, annars er glatað að vera búin að missa þig af heilsugæslunni, miklu lengra að kíkja í heimsókn upp á deild

Annars til hamingju með flutninginn, það er bara allt að gerast þessa dagana, get ekki annað en ímyndað mér að daman eigi eftir að plumma sig vel á Sólbakka

Brynja (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 20:56

2 Smámynd: SigrúnSveitó

TIL HAMINGJU með flytningana!

SigrúnSveitó, 12.2.2008 kl. 09:00

3 identicon

Til hamingju með flutningana. Voða gott þegar þetta er yfirstaðið. Vona bara að þið hafið það gott á nýja staðnum.

Jóhanna (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 13:57

4 identicon

Til lukku!

kv Auður

Auður (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 14:13

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Velkomin heim á Austurland

Einar Bragi Bragason., 14.2.2008 kl. 10:51

6 Smámynd: Háskólafréttir

Til hamingu með íbúðina og allt saman. æðislegt að vera kominn austur og í sína eigin íbúð. Skil smat alveg hvað þú meinar með því að búa á Nesk en ekki heima hjá mömmu og pabba held ég ætti erfitt með það líka, þar sem maður hefur aldrei búið fyrir austan nema hjá þeim

 Vona að ykkur líki vel biðað heilsa 

kv. Díana Dögg 

Háskólafréttir, 14.2.2008 kl. 15:41

7 identicon

Til hamingju með að vera flutt!

Hafið það gott í nýja húsinu.

Kv. úr lærdómnum í eyjum 

Kolla í eyjum (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 23:58

8 identicon

Til hamingju með að vera komin í húsið ykkar. Þetta er frábært. Hafið það gott í dag sem og alltaf, Svanfríður

Svanfríður (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 15:10

9 identicon

Blessuð skvís

til lukku með þetta allt saman. það er aldrei að vita nema maður rekist á þig hérna á norðfirði. ég og andrea erum komnar hingað í fjáröflunarskyni sem felur í sér vinnu á sjúkrahúsinu. Það er bara gaman að vera komnar hingað aftur:) 

Baddý (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 22:42

10 Smámynd: Úrsúla Manda

Takk öllsömu!!

Ó já Baddý ég á sko eftir að hitta ykkur!!

Úrsúla Manda , 17.2.2008 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband