24.2.2008 | 21:18
Netlaus!!
Ég er ENN netlaus!! Eigum að fá rouderinn í þessari viku (hef nú heyrt þetta áður!) Það verður nú gott. Ég hef því lítið bloggað því ég reyni aðallega að nota tímann sem ég er hérna hjá mömmu og pabba til að læra. En að öðru...
Já við fórum í sónar og fengum að vita kynið. Þið fáið hinsvegar ekki að vita það Allt kom vel út og allt í góðu. Nú var mér flýtt um tvo daga og er ég því sett 10. júlí. Ég ÆTLA hinsvegar að koma með það fyrr, en EKKI seinna en 10. júlí! Er mjög sátt við 8. júlí. Barnið hefði þá flotta kennitölu, 08.07.08.
Það gengur eins og í sögu á leikskólanum með Ingibjörgu. Það má eiginlega segja að ég hafi átt erfiðara en hún í þessari aðlögun en svona er það nú bara. Hún var ein allan föstudaginn og var hin ánægðasta. Fór að sofa án nokkurra vandkvæða og borðaði vel Vonandi verður hún eins kát á morgun.
Heimir fékk úthlutað hreindýri, öllum til mikillar gleði!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Hæ. Ok þú ert löglega afsökuð,ég var búin að gleyma að þú værir netlaus elskan mín. Gott að heyra að allt hafi gengið vel í sónarnum.
Og gaman að heyra hvað gengur vel hjá Ingibjörgu Ásdísi á leikskólanum.
Sjáumst eftir nokkra daga.
Kveðja Júlía Dröfn
Júlía Dröfn (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 09:41
Ertu ENN netlaus, jahérna hér. Já það er gott að búa í Vogunum.
Hermann (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.