9.3.2008 | 22:49
Sunnudagur
Enn ein helgin liðin, rosalega líður tíminn hratt! Sem betur fer varð ekkert meira úr veikindum hjá Ingibjörgu, hún var bara heima á mánudeginum og fór svo í leikskólann. Ég hins vegar bíð hreinlega eftir hlaupabólunni, það yrðu undur og stórmerki ef hún slyppi, en maður veit aldrei. Bæði kostir og gallar ef hún fengi bóluna núna. Mér þætti t.d. hræðilegt ef hún fengi hana þegar ég væri í Reykjavík, ég kæmi sennilega bara heim. En svo er spurning hvort ekki væri bara best að klára þetta af áður en hún verður eldri. En þetta kemur allt í ljós.
Heimir er að fara suður á morgun og verður fram á fimmtudag. Við mæðgur því einar heima hér í fyrsta skipti... spurning um að flytja sig yfir í Gauksmýrina á meðan Nei ætli það, mér finnst nú alltaf voða gott að vera ein í smá tíma, það breytist ekkert. Ég fer svo suður á sunnudag eftir viku.
Núna er ég að prjóna leikskólapeysu á dömuna. Ég er hinsvegar alltaf að velta fyrir mér hvort ég eigi að ruslast til að klára skírnarkjólinn sem ég byrjaði einu sinni á. Ég set það bara svo fyrir mig að ég veit ekkert hvernig ég vil hafa hann að ofan, af því ég er ekki með neina uppskrift. Það væri samt svo æðislegt að geta skírt barnið/börnin sitt/sín í kjól sem maður gerði sjálfur. Eða það finnst mér. Sé eftir að hafa ekki klárað hann áður en Ingibjörg var skírð, svo ætli ég myndi ekki sjá tvöfalt meira eftir því ef þetta barn yrði ekki heldur skírt í honum. Hugsa það.
Ég er alveg heilluð af útsýninu sem við höfum hérna á Nesbakka 7. Ég get alveg gleymt mér við að horfa út á fjörðinn. Ég verð góð í fæðingarorlofinu, sé það fyrir mér, þá sit ég hér við gluggann og flygist með skipaumferð, veit alltaf hver er að koma í land og hvernig hefur fiskast Gáfuleg!
Set hér inn myndir sem ég tók í vikunni, gamlir norðfirðingar geta yljað sér við þær
Já hér er sko fallegt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Ég fæ bara heimþrá þegar ég sé þessar æðislegu myndir!
Júlía Rós (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 07:59
Segjum tvær
Kær kveðja heim í fjörðin fagra
Svava Rós Alfreðsdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 13:09
Æðislegar myndir, gaman að fá svona fjöllin í beinni.
Já ég myndi sko mæla með að fá hlaupabólun þegar maður er lítill. Ég fékk hana þegar ég var tvítug og það var ÖMURLEGT, ég var alveg fárveik.
Ég styð þig í því að klára skírnarkjólinn. Mamma prjónaði eitt stykki og mér fannst alveg yndislegt að fá að skíra Árna Veigar í honum, það gerir þessa stund ennþá fallegri.
kv frá Héraði
Heiða Árna (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 13:11
Það er fallegt heima hjá þér. Ég hef ekki komið á Neskaupsstað síðan ég var 15 ára ...væri ekki gaman ef maður kæmi í kaffi einn daginn:)
Svanfríður (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 14:12
Þvílík fegurð!!! Mátt nú alveg setja fleiri svona myndir inn:) Svo mæli ég með hlaupabólunni bara sem fyrst. Ingibjörg og Heimir rúlla henni nú bara upp saman ef hún kemur þegar þú ert farin suður.
Jóhanna (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 15:54
Heiða mín, hver fær hlaupabóluna um tvítugt!? ojbarasta!
Auðvitað rennur þú einhvern tímann hingað í kaffi Svanfríður, ekki spurning!
Já Jóhanna ég veit að feðginin myndu rúlla bólunni uppi, það væri bara svo ferlega erfitt að vera ekki á staðnum!! Maður heldur jú ansi oft að maður sé ómissandi ... eða sem ég auðvitað er!
Úrsúla Manda , 10.3.2008 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.