10.3.2008 | 22:45
Kjörsvið og afmæli
Ég er farin að hallast á að ég hafi valið mér vitlaust kjörsvið í náminu. Mig reyndar grunaði það þegar ég valdi núna, en ákvað nú samt að velja samfélagsgreinarnar. Reyndar finnst mér þessi breyting á náminu alveg útí hött, að velja kjörsviðið svona snemma. Sérstaklega þegar maður er ekki viss. Nú er ég virkilega að spá í að skipta yfir í íslenskuna sem kjörsvið. Ætla að tala við námsráðgjafann þegar ég fer suður og spjalla um þetta við hana. Sjá hvernig þetta myndi þá raðast hjá mér. Ég yrði örugglega óþolandi íslenskukennari... sífellt að leiðrétta fólk! Ég er reyndar svoleiðis nú þegar og hef alltaf verið. En ég ræð bara ekki við mig og áður en ég veit af hrekkur leiðréttingin bara útúr mér. Það eru bara sum orð sem gjörsamlega stinga í eyrun, eins og tengur (ojj ég get varla skrifað þetta), einkanir og fleiri orð sem eru beygð vitlaus.
Annars á Sálin afmæli í dag! Tvítugir takk fyrir. Það þýðir að ég var 11 ára þegar þeir byrjuðu að spila og ætli ég hafi ekki fallið fyrir þeim þegar ég var 12 eða 13. Man eftir fyrstu tónleikunum sem ég fór á í Egilsbúð. Hef þá verið á þessum aldri og þeir voru með dagtónleika fyrir þennan aldurshóp. Eftir tónleikana fengum við eiginhandaráritun hjá Stebba og Gumma, og þá var bara ekki aftur snúið! Hef DÁÐ þá síðan. Ófá böllin sem ég hef farið á, og á tímabili þegar ég bjó fyrir sunnan fór ég á ÖLL böllin... ÖLL! Guð hvað þetta var gaman Sálin er og verður einfaldlega besta hljómsveit ever! Punktur. Hlakka til næsta Sálarballs... hvenær sem það nú verður
Við Ingibjörg þrífumst bara ágætlega þennan fyrsta dag í einverunni. Enda átti ég svo sem ekki von á öðru.
Þar sem myndirnar við síðustu færslu vöktu lukku (og heimþrá) set ég þessa hér líka sem ég tók út fjörðinn.
Það er svo lítið mál fyrir mig að taka mynd á hverjum degi út um gluggann fyrir ykkur, ef þið viljið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
God, ég er alveg með þér í leiðréttingunum þó ég sé nú enginn íslenskufræðingur. Er ekkert sérstaklega spennt fyrir *víst að*, *talva* og *allt og mikið*...já og *það var gefið mér*
Hrollur...
Smilla, 11.3.2008 kl. 01:03
Mæli með að þú skiptir yfir í íslensku!
Júlía Rós (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 07:46
Svona leiðréttingar síast inn og gera mikið gagn. Ekki hætta að leiðrétta. Ég er svo viss um að þú yrðir mjög góður íslenskukennari.
Mér fannst líka Sálin voða skemmtilega þegar hún var að byrja, ja eða eftir að Þóra Matthildur kynnti mig ærlega fyrir henni í einni siglingunni. Í staðinn neyddist hún til að hlusta endalaust á Eternal Flame með The Bangels
Jóhanna (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 13:02
...svo er auðvitað æði að fá aðra mynd svona yfir á Suðurbæina Synd hvað kuffilagið skyggir á samt Annars er ég ekkert kræsin á myndefnið svo lengi sem það er innan fjallahringsins (tsss ég alveg tryllist í tilfinningatáknunum fyrst ég mundi eftir að fara í Firefox í staðinn fyrir Safari).
Jóhanna (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 13:06
Hahahaha ég fer í huganum beint um borð í Börk NK þegar ég heyri þetta lag Jóhanna :-) Svo var nú líka talsvert hlustað á hana Madonnu vinkonu þína ef ég man rétt!!
Mér líst ljómandi vél á að fá mynd af firðinum fagra á hverjum degi Úrsúla, sama hvernig viðrar.
Þóra Matthildur (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 13:37
Snilld þessar myndir. Mæli með því að þú athugir að fá þér webcam ;) Mig langar að sjá hverjir eru að versla í kaupfélaginu..... ´
Ég held að íslenska sé algjörlega málið fyrir þig. Hugsa að þágufallssýkin fari mest í taugarnar á mér.
Þoka (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 14:46
Hvaða vitleysa er þetta Manda,að Sálin sé besta hljómsveitin sem uppi hefur verið?Það er bull,Tríó Gunnars Þorsteinssonar er og verður alltaf besta bandið á landinu.Þú hefur væntanlega aldrig heyrt í þeirri hljómsveit,þá varst þú nú bara 11 ára,hehehe Það styttist í það að það band verði með ''kommbakk''einhverntíman.
Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.