Leita í fréttum mbl.is

Pizza og egg

Mamma kom í mat til okkar í kvöld. Gerðum okkur lítið fyrir og pöntuðum okkur pizzu Tounge Mikið svakalega eru pizza67 góðar pizzur, svo ég tali nú ekki um hvítlauksbrauðið! Og já, Egilsbúð er ekki lengur með pítur!! Það leið næstum því yfir mig um daginn þegar ég ætlaði að panta mér kjúklingapítu (ætlaði að gefa þeim einn séns enn). En nei engar pítur á boðstólnum! Hvað er það?!? Ég meina, pítur eru ekki flóknar... þegar þær eru rétt gerðar! Wink

Er búin með fyrsta páskaeggið þetta árið. (Fyrsta af mörgum!) Mamma kom með það í eftirmat Grin Svona lítið egg í álpappír, bara gott. Svo fyrsti páskamálsháttur ársins er:

Það er til lítils að hlaupa ef stefnt er í skakka átt.

Þá er ég búin að horfa á Kompás þáttinn og búin að gráta úr mér augun. Alveg er þetta hræðilegt, óskaplega finn ég til með þessu fólki og rosalega er skrítið að maðurinn skuli hafa verið látinn laus. Óskiljanlegt!

Jæja ætla upp í rúm að lesa. Er enn að lesa bókina hennar Yrsu. Það er ekki að hún er ekki góð, það er ég sem er eitthvað löt við lesturinn. Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælar, rakst á þig hér :o) gaman að fá fréttir af þér sjáumst vonandi í innilotu núna næst

kveðja,

Unndís og bumbubúinn

Unndís (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 12:04

2 identicon

hæhæ..er á einhverju bloggrúnti..geri það yfirleitt þegar ég er að þykjast vera að læraúff ég fæ svo mikla heimþrá við að skoða þessar myndir að ég er að kafna....sem betur fer er ég að koma heim í páskafrí...get ekki beðið...en já ég sver það ég held að pizza67 pizzurnar séu bara alltaf bestar...en til hamingju með innfluttninginn

Hrafnhildur R (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 17:48

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Verði þér að góðu, hef aldrei kunnað að meta pitsur (á íslensku) en kann að meta páskaegg. Fékk eitt að gjöf á þriðjudaginn, held að ég geymi það til páskanna.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 13.3.2008 kl. 13:03

4 identicon

Hæ Úrsúla þar er ég sammála þér að það er ansi slakt að það skuli ekki vera hægt að kaupa sér pítu á skyndibitastað!!! kannski þarftu bara að halda námskeið fyrir pólsku stelpurnar í Egilsbúð og kenna þeim svona það helsta í eldamennsku!!

Kveðja KFJ

Karl F Jónasson (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 21:10

5 identicon

Ég var að ná að klára Yrsu, tók ekki nema 3 vikur??? Mín skoðun er að hún er 100 bls. of löng. Ekki slæm en samt síst af þeim þremur.

 Kv.Sunna

Sunna (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband