13.3.2008 | 23:14
Ekki lengur ein :)
Ætla að byrja á að segja að mér finnst svaka gaman að sjá 3 nýja "kvittara" við síðustu færslu, endilega verið dugleg að kvitta öllsömul! Fullt af fólki sem skoðar síðuna jafnvel daglega og kvittar aldrei! Ekki nógu gott sko. Spurning að fara að læsa síðunni bara, það er svolítið sniðugt finnst mér. Já Kalli, ég ætti kannski að halda pítunámskeið fyrir fólkið í Egilsbúð Ég veit nú ekki einu sinni hverjir vinna þarna, hverjir kokka né annað, hef bara ekki hugmynd. En þeir mega eiga að pizzurnar eru ÆÐI!
Heimir er kominn heim. Alveg úrvinda eftir borgardvölina. Hringdi í mig í gær til að segja mér hvað hann væri feginn að við hefðum flutt HEIM. Hann var að gefast upp á þessari umferð og því sem er í gangi þarna. Hann er nú verri en ég í þessum málum. Mér finnst alltaf gaman að koma í borgina, þó hraðinn sé mikill.
Það styttist svo í mína ferð. Finnst nú svolítið skrítið að vera að koma suður og vera ekki í Vogunum. En ábúendur þar eru að stinga af til Spánar svo ég verð bara hjá þeim seinna. Það á víst ábyggilega eftir að fara vel um mig hjá Heiðu í Kópavoginum. Engar heimsóknir planaðar, annað en að hitta Sigurlaugu. Hún ætlar með mér í Ikea (alveg rétta manneskan sko) og svo út að borða. Ætlum að gerast svo djarfar og skipta um veitingastað. Sem sagt ekki Fridays, eigum eftir að ákveða stað Svo er svona ýmislegt sem ég þarf að gera og svo er það auðvitað skólinn. Nóg um að vera í þessari staðlotu og fullt af fyrirkvíðanlegum verkefnum... ojojj. Ætla mér að fara ca. 2-3 á Quiznos, ég bara get ekki beðið!
En jæja, ætli það sé ekki best að koma sér í bælið... ekki ein í þetta skiptið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Kvitt frá gömlum kvittara. Ætlaði bara að kasta á þig kveðju elsku vinkona, við erum að leggja í´ann til Spánar, verst að vera ekki heima í Vogunum til að taka á móti þér. Hafið það gott um páskana!
Júlía Rós (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 08:55
OKOKOKOKOKOKOKOKOKOKOKOK, ég skal kvitta. Loksins þegar ég er búin að finna þig AFTUR.
Frábært að fá að vita kynið...., takk fyrir að segja mér það...
DJÓKDJÓKDJÓKDJÓKDJÓK... Fannst þér þetta ekki fyndið...hehehe.
Til hamingju með óléttuna já og velkomin heim..., ég hélt reyndar að þú værir ennþá í Köben... svona fylgist ég nú vel með.
Hafðu það gott og við sjáumst nú vonandi einn góðan veðurdag...
Jenný (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 09:12
Kvitti kvitt,kannast við þetta kvitt-leysi,alveg óþolandi og svo er ég bara alveg eins sorrý en hér með bæti ég úr því.
Gangi þér vel, og Jenný alltaf jafn góð hérna fyrir ofan mig haha....
kv Dísa
Hanna Dísa (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 10:09
Sko ykkur stelpur!! Gaman að sjá ykkur hérna báðar. Já Jenný þú klikkar ekki á húmornum En það er ekki séns að þú fáir að vita kynið... frekar en aðrir!!
Og Hanna Dísa, ekki vissi ég að þú værir farin að blogga, en ég er búin að bæta úr því núna
Júlía Rós, alltaf gaman að sjá þig hérna, þarf nú ekkert að taka það fram
Úrsúla Manda , 14.3.2008 kl. 11:02
Vá hvað ég skil Heimi vel með umferðina, þetta er ástæðan fyrir því að ég get ekki búið í RVK. Sóa tímanum í marga klukkutíma í bíl á dag það er bara ekki ég.....elska að búa ude pa landet :Þ
Heiða Árna (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 11:42
Hæ það er frábært að heyra að pizzunar skuli ennþá vera góðar hjá þeim.En ert ekki á leið í borgina á tóneika með Sálinni??En það verður nú hægt að fá sér að borða þarna í sumar vegna þess að hann Úlfur Uggason matreiðslumaður verður að elda í Egilsbúð í allt sumar las ég á heimasíðunni þeirra
Kveðja KFJ
Karl Jónasson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 12:03
Bleeesssuð...Ég er víst felublogglesari!!;) En ég hef kíkt hvað þú ert að brasa annað slagið. Ætti þó að vera hægara um vik að SJÁ hvað þú ert að gera fyrst þú ert nú komin aftur í NesTown!!:) kv. úr Hlíð
Unnur Ása (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 13:33
Ég les bloggið þitt OFT og kvitta amk einu sinni á ári, geri það allavega tvisvar á þessu ári
Endilega taka myndir reglulega, það "yljaði" manni um hjartaræturnar að sjá þessar fallegu vetrarmyndir ..... kem ekki inn fyrir fjallahringinn fagra fyrr en í september svo plís, fleiri myndir !!! Bestu kveðjur til ykkar allra og vonandi gengur vel með bumbu... bara 4 vikur eftir hér
Hrönn og Bæjararnir
Hrönn (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.