14.3.2008 | 23:47
JÆJA...
og hvernig líst ykkur nú á breytingarnar?! Er búin að vera að dúlla mér í þessu í kvöld ásamt því að horfa á Bubba. Finnst ykkur litirnir vera að gera sig eða ekki? Það er sko alveg endalaust hægt að gleyma sér í þessu. Heimir kom mér af stað og þá var bara ekki aftur snúið. Ég var reyndar að spá í svona lime grænum litum, en endaði í þessum. Ég get alltaf breytt. Nú þarf ég gera eitthvað í sambandi við höfuðmyndina sem er ennþá bara blár himinn, veit bara ekki hvað ég ætti að setja þarna. Þarf að fá Heimi í málið... seinna. En vona að þið séuð jafn lukkuleg með breytinguna og ég
Innskot: Minn maður bara búinn að redda höfðinu á blogginu! Þetta kallar maður sko þjónustu! Mér finnst þetta nú voða vinaleg mynd svona yfir veturinn allavegna.
Ég er algjörlega sjúk í pizzur þessa stundina. Ég er 3-svar búin að borða pizzu í dag! Ég byrjaði morguninn á litlu pizzastykki sem hægt er að kaupa niðri í búð (hriiiikalega góð!), kokteilsósu og lítilli kók í gleri!! I know-I know ekki alveg það hollasta, en ég bara varð! Og best að taka það fram að þetta er í fyrsta skipti sem þetta gerist... svona að morgni til *hóst*. Jæja í dag fórum við mæðgur svo til Guðlaugar og co, fengum þar pizzuafganga og svo í kvöld lagaði ég pizzu handa okkur. Svei mér þá, þetta er gott. En ég er búin að ákveða hvað verður í matinn annaðkvöld, og það verður ekki pizza! Nýr kjúklingaréttur sem ég prófaði um daginn, einfaldur og rosalega góður, skal setja uppskriftina inn á morgun.
Við skulum ekkert vera að tala um Sálartónleikana sem eru akkúrat í þessum skrifuðu orðum. Mig auðvitað DAUÐlangar að vera þar. Ég fer suður á sunnudaginn, hefði auðvitað átt að skella mér suður í dag, en við ræðum þetta bara ekkert frekar!
Skemmtileg comment við síðustu færslu, æði að sjá svona marga nýja! Haldið þessu áfram. Þið "gömlu" megið alveg halda áfram líka sko
Ætla í rúmið að lesa... kveð ykkur í bili, góða nótt.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Vóóóó...ekkert smá fjóóóólublátt.
Ég sé að það er greinilega ekki hægt að fá mikið meira en pizzur þarna hjá þér. Við reddum þessu þegar þú kemur suður, ekki hægt að lifa BARA á pizzum
Smilla, 15.3.2008 kl. 02:24
Hjartað missti úr slag þegar ég kom inn á síðuna. Hún er gullfalleg!
Jóhanna (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 11:49
Smekkur manna er misjafn sem betur fer. EN það segi ég því alltaf þegar þú minnist á Fridays þá fæ ég hroll því við stígum ekki fæti inn á Fridays hér, og þeir eru margir, því hávaðinn þar inni er hættulega hár. Maður fær hjartslátt í barkakýlið af því að sitja þar inni.
En Úrsúla, hvað ertu komin langt á leið, ég man það ekki.
Hafðu það gott, Svanfríður
Svanfríður (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 12:58
Mér finnst þetta dálítið sign um í hvaða fílíng þú ert(liturinn á síðunni)...eitthvað svo "baby bleikt og lillað" híhíhí...frekar svona út í stelpu ;o)
knús Dísa
Hanna Dísa (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 15:47
Jamm ég er nokkuð sammála ykkur, að síðan er svolítið lilluð. Spurning um að breyta aðeins fjólubláalitnum. Skoða það!
Hanna Dísa, gat verið að þú myndir nú fara að lesa eitthvað svona út úr litunum
Svanfríður ég er komin nákvæmlega 23 vikur!
Úrsúla Manda , 15.3.2008 kl. 17:42
Hei pizza-sjúklingur er innilega sammála Svanfríði, með litinn þetta hlýtur að vera stelpa
kv. Guðlaug
Guðlaug (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.