Leita í fréttum mbl.is

Á leiðinni suður

Allt klappað og klárt fyrir suðurferð. Enda aðeins hálftími í að ég leggi í hann uppeftir. Mér til "mikillar gleði" held ég að barnið sé komið með hlaupabóluna!! Auðvitað stílað inn á það fyrir mig. Hún er alla vegna með nokkrar bólur á líkamanum, svo ég reikna nú með að þetta sé bólan. Hún er ekki vön að vera bólótt! Vonandi verður hún bara svona góð og þetta verður ekki svæsið. Hún er allavega ekkert veik núna svo það er huggun... auðveldara að fara.

Ég lofaði ykkur kjúklingauppskriftinni. Ofur einfalt og svaaakalega gott:

Það er hægt að nota heilan tilbúinn kjúkling en ég steiki frekar bringur og sker þær niður. 500 gr kotasæla og 1 og hálf krukka taco sósa (mild, medium eða hot - allt eftir behag), blandað saman í skál og smurt á mjúkar tacopönnukökur. Setja kjúklinginn ofan á og rúlla upp kökunum. Setjið kökurnar hlið við hlið í smurt form, strá osti yfir og inn í ofn í ca. 20-30 mín. Gott að borða með þessu salat, avocado og sýrðan rjóma.

Þar sem ég er soddans sósukerling, þá nota ég meiri kotasælu og meiri taco sósu. Setti núna síðast smá rauðlauk í kökurnar, voða gott Wink

Var að setja inn nýjar myndir á barnalandið, meðal annars tveimur bumbumyndum Smile breytti í leiðinni lykilorðinu, þið mailið bara á mig ef þið viljið passwordið.

En já, er að hugsa um að bruna strax á Quiznos þegar ég kem í bæinn... er ekki að grínast! Bless í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir uppskriftina,búin að prófa og þetta var alveg hrikalega gott og einfalt!!

En ég get svarið það Úrsúla að ef ég vissi ekki hver þú værir,og hefði aldrei séð mynd af þér (semsagt vissi ekki hversu glæsileg þú ert) þá væri ég sko búin að ímynda mér þig AÐEINS öðruvísi híhíhí....talar ekki um annað en matsölustaði,mat og liggja og lesa hahaha!!!! Hvernig ferðu nú að þessu eiginlega,ég þarf ekki annað en að hugsa um matinn þá er hann stokkinn á magann á mér. Þetta er bara ósanngjarnt.... kv Dísa 

Hanna Dísa (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 10:19

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Nammi namm...hljómar vel þessi uppskrift. Takk :)

Hvað bóluna varðar...þá held ég að það sé betra að fá hana svæsna en of milda...annars er hætta á að fá hana aftur...

Kyss&knús...

SigrúnSveitó, 19.3.2008 kl. 20:43

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Gleðilega páska

SigrúnSveitó, 23.3.2008 kl. 09:45

4 identicon

Þetta hef ég aldrei heyrt um hlaupabóluna, að maður geti fengið hana aftur. Þá fær Helgi Gnýr hana örugglega aftur því hann fékk svona 5-8 bólur og lítinn hita.

Annars er ég ekkert smá ánægð með útlitið á síðunni þinni núna! Er ekki frá því að þessi skærbleiki litur sé sá sami og á glanssokkabuxunum mínum í den. Mér fannst fátt flottara

Jóhanna (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband