27.3.2008 | 23:07
Jammíí
Ég sit hér uppí sófa með eina ískalda appelsín í gleri og treð í mig fylltar appolo lakkrísreimar Hrikalega er þetta gott!! Annars er ég að fara að taka mig á í gosdrykkju, datt all svakalega í það um páskana, og þá aðallega í páskaölið. Það er bara svo gott. Annars er ég með æði fyrir Topp-Lime og get ég alveg drukkið það í staðinn fyrir gosið... bara ekki alveg strax
Ég byrjaði í vettvangsnámi í dag. Voða gaman. Verð alla næstu viku líka.
Við Heimir horfðum á myndina No Country For Old Men um daginn. Var þvílíkt spennt að sjá hana þar sem hún vann nú nokkra Óskara og fékk góða dóma. Já nei, það voru rétt liðnar 10 mínútur af myndinni þegar ég var komin í tölvuna. Meiri andsk... vitleysan. Heimir horfði hinsvegar á hana alla og sagði hana góða, svona seinni hlutinn allavega.
Er enn að bögglast með bókina hennar Yrsu. Gengur freeeekar seint! Hún er ekki leiðinleg, bara langdregin. Á um 100 bls eftir, spurning hversu langan tíma það tekur að klára þær.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Horfðu á myndina kona og allveg til enda!!!Getur þú ekki dekkað þennan lit aðeins,þetta er alltof bleikt!!!
Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 01:45
Já ég ætla að gefa þessari mynd séns, ekki strax samt. Verður fínt í sumar þegar ég hef ekkert annað að gera en að bíða eftir barninu
Og nei, ég mun ekki dekkja hann!
Úrsúla Manda , 28.3.2008 kl. 15:05
Það líst mér vel á,þetta er nebbilega svakaleg ræma.Verður þessi litur á í allt sumar,jafnvel út árið?Minnir mig á Bleika pardusinn og Ungfrú Svínku!!!
Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.