Leita í fréttum mbl.is

...

Ingibjörg er komin með pláss á leikskólanum til klukkan 16 frá og með morgundeginum. Ég sem hélt að hún fengi ekki þennan tíma fyrr en í haust. Ég fékk svona nett í magann, finnst það allt í einu svo langur tími, miðað við að hætta klukkan 14. En auðvitað get ég sótt hana hvenær sem er. Og svo er nú ekki eins og henni leiðist blessaðri, hún alveg elskar að vera þarna.

Fékk smá útrás á höfuðleðrinu á dömunni í dag. Gat bara ekki horft lengur á þetta! Greiddi nokkur hrúður í burtu. Í eitt skiptið fór smá hárflyksa með og fylgdi auðvitað öskur í kjölfarið. Ég baðst nú innilegrar afsökunar og sýndi henni "stykkið" og spurði hvort hún vissi hvað þetta væri. Hún horfði vel og lengi á þetta og sagði svo: Já, hlaupabóla! LoL Vissi ekki hvert ég ætlaði ég hló svo mikið.

Veit ekki hvaða bók ég á að lesa næst. Svona fyrir utan uppeldisbókina sem við fengum, þá verð ég að hafa eitthvað annað líka. Annaðhvort verður það Sakleysingjarnir eftir Ólaf Jóhann, eða Síðasti Musterisriddarinn. Úllen dúlla þetta á eftir.

En nú ætla ég að fylgjast með American Idol. 10 manns komnir í úrslit og þá nenni ég að fylgjast með þessu. Ekki séns fyrr en núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Næsta bók sem ég ætla að lesa er spennusagan Steinsmiðurinn eftir Camillu Läckberg. Hún er auðvitað ekki fáanleg í "bókabúðinni" hérna svo ég kaupi hana í Rvk. á fimmtudaginn. Eiga páskaegg ekki að vera bara á páskum?

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 1.4.2008 kl. 11:11

2 identicon

Þetta er skemmtileg Idol seria.

Júlía Rós (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband