Leita í fréttum mbl.is

1. apríl

Og nei ég ætla ekki að ljúga neinu í ykkur, ekki í dag allavega. Ég hef haft varann á mér í allan dag, og hef efast um allar fréttir. Þar með fattaði ég strax að tilkynningin sem Barnaland sendi frá sér um að það ætti héðan í frá allt að vera á dönsku, væri gabb. Já ég er ekki svo vitlaus skal ég ykkur segja Wink Held að ég hafi ekki verið göbbuð í dag.

Við Ingibjörg fengum stórt umslag í pósti í dag. Sendandinn var Sigurlaug. Við vorum ægilega spenntar að rífa upp umslagið og urðum báðar mjög kátar að sjá innihaldið. Einna best var þó merkingin á umslaginu, en þar stóð Gauksmýri 7. Gauksmýri hættir í 6. Málið var að Sigurlaug var stödd á pósthúsinu og gat engan veginn munað nýja heimilisfangið. Mundi þó heitið á götunni hjá mömmu og pabba, en ekki númerið, og mundi svo númerið hjá mér en ekki götuheitið. Splæsti því svo bara saman og úr varð Gauksmýri 7 LoL Já það er um að gera að bjarga sér. Og svo má líka segja að það eru ekki margar Úrsúlur Möndur (í fleirtölu) hér á staðnum svo þetta gat ekki annað en komist til skila. Þúsund þakkir fyrir okkur enn og aftur!! Heart

Eftir að hafa fylgst með kennslu núna í nokkra tíma í skólanum, sé ég það alltaf betur og betur að yngri barna kennsla á sennilega ekki við mig. Það var svo sem eiginlega það sem ég vissi. Ég held svei mér þá að ég hefði ekki þolinmæðina í þennan aldur. Hugsa að ég yrði betri í eldri bekkjum, eða við skulum vona það Tounge Reyndar hefur þetta allt sína kosti og galla auðvitað. Kannski á ég einhvern tímann eftir að prufa yngri barna kennslu, hver veit. Er hinsvegar enn að velta fyrir mér íslenskunni eða samfélagsgreinunum. Veit ekki hvað ég geri. Allavega ætla ég að lauma mér í íslenskutíma hjá Lilju á föstudaginn.

Ætla að horfa á þessa framhaldsmynd sem er í tveimur hlutum í Ríkissjónvarpinu og prjóna... annaðhvort bleikt eða blátt Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smilla

Passaðu að draga fyrir á meðan þú ert að prjóna

En með Gauksmýrina - mér sýnist (á yfirlitsmynd) vera pláss þarna í endann fyrir húsið þitt...Gauksmýri 7. Sé þetta alveg fyrir mér

Smilla, 1.4.2008 kl. 23:22

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Ef það er leyndarmál hvers kynd ófædda barnið þitt er þá skaltu ganga frá prjónadótinu áður en þú færð gesti! Annað hvort bleikt eða blátt, obs. ég veit það.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 2.4.2008 kl. 09:02

3 Smámynd: Úrsúla Manda

Ó nei Elma mín, hefðuru skoðað þetta betur þá er þetta leikskólapeysa á Ingibjörgu sem lá uppi á sófanum  Ég er nú sko vel vakandi um það sem ég er að prjóna á ófædda barnið mín kæra og fjarlægi allt svoleiðis á hverju kvöldi!!

Úrsúla Manda , 2.4.2008 kl. 10:31

4 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Ganga frá eða ekki ganga frá - ég veit það samt!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 2.4.2008 kl. 12:07

5 Smámynd: Úrsúla Manda

Jæja góða... þú og þitt innsæi...

Úrsúla Manda , 2.4.2008 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband