Leita í fréttum mbl.is

Ingibjörg

Ég er ekki frá því að þetta blogg verði aðallega tileinkað dótturinni, er alveg einstaklega ánægð með hana núna!

Málið er að Ingibjörg er hætt með snuð. Já ég held ég geti bæði skrifað það og sagt það upphátt Wink Ég hef nú ekkert verið að pressa neitt voða mikið á hana, enda er hún rétt rúmlega 2ja og hálfs en ekki 4ra ára. Og mér finnst allt í lagi að börn noti snuð, svona í hófi allavega. Ingibjörg var hætt að nota snuðið nema þegar hún fór að sofa og leggja sig, en nú er hún bara alveg hætt. Leggur sig á leikskólanum án þess og fer svo að sofa á kvöldin án þess Smile Mér finnst hún ægilega dugleg! Hún hefur nú beðið um það ca. einu sinni á dag en ég hef náð að eyða því hjá henni. Nú er bara að vona að hún verði ekki veik á næstunni svo hún detti ekki í duddurnar aftur Tounge

Og já fyrst ég er byrjuð, því þá að stoppa Happy Það er svolítið síðan að hún hætti að nota bleiu. Hún hefur reyndar bleiu enn yfir nóttina en ekkert yfir daginn, og ekki heldur þegar hún leggur sig á daginn. Það er samt eitt vesen og það er að hún fæst ekki til að gera "númer 2" í klósettið. Biður alltaf um bleiu þegar hún þarf að gera það. Veit ekki alveg hvernig á að koma henni til að gera þetta í klósettið, er að hugsa um að þvinga hana ekki svo þetta verði ekki vandamál síðar meir. Þetta kemur sjálfsagt hjá henni... eða við skulum vona það Wink 

Allt fínt að frétta. Var að vinna í dag. Nú verð ég 2-3 morgna í viku niðri á spítala að aðstoða Þorgerði og svo áfram í einhverjum afleysingum þegar þarf. Fínt fyrirkomulag. Fer svo í skólann á morgun og vinnu, og í skólann á föstudag. Er samt haldin mikilli skólaleti núna. Er bara ekki að nenna þessu. En það þýðir ekkert annað en að spýta í lófana, ekki svo langur tími eftir af þessari önn.

Er búin að vera að veltast með það í maganum í ca. mánuð að fara að stunda sundið. Það væri alveg tilvalið að fara á morgnanna þegar ég væri búin að skutla Ingibjörgu á leikskólann. Er samt ekki að geta komið mér af stað! Spurning um að taka allavega sunddótið til og þá gæti ég bara gripið töskuna svona ef ég myndi láta verða af þessu. Þetta er nefnilega svooo gott! 

Hvað eru þeir að hugsa á Stöð 2 að sýna Grey's svona seint?! Veit það einhver! Ætla rétt að vona að ég verði ekki sofnuð áður en þeir byrja!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælar, þessu er misfarið með nr. 2... minn vill helst ekki gera það annarsstaðar en í klósettið heima hjá sér.. en þetta er víst mjög algengt vandamál þetta með bleiuna, þetta kemur allt með tímanum.

kv Auður

Auður (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 23:21

2 identicon

Flotta stelpa!

Júlía Rós (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 08:08

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Sonja Björg er hætt með bleiu en biður um hana þegar hún þarf að gera númer 2. Er með einhverja klóset/koppafælni. Flott hjá Ingibjöru að vera hætt með snuðið. Það var hvort sem aldrei annað en snuð!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 3.4.2008 kl. 09:44

4 identicon

Held að það sé að ganga skólaleiði, en við getum þetta! Við vorum að fjárfesta í Hive símanúmeri svo að þegar ég verð kominn með númerið getum við spjallað og peppað hvor aðra upp (kostar það sama og að hringja í heimasíma á Íslandi). Vá hvað Ingibjörg er dugleg. Valtýr var líka með þetta nr. 2 vesen, ég prófaði að vera með límmiðaverðlaun en held að það hafi frekar komið með tímanum ;)

Annars knús á Neskaupsstað

Hlín (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 09:48

5 identicon

já farðu varlega í þetta númer 2 og klósettið, hef vægast sagt hörmuelga reynslu af þessu og ekki þrýsta á hana, ef hún vill ekki kúka í WC þá bara OK, þetta kemur þó það taki 1,2, eða 6 mánuði, þetta kemur.  Ímyndið ykkur að sumum börnum finnst þau vera að missa part af sér við að kúka  og þið mynduð aldrei sturta fætinum á ykkur niður um klóstið.

Salný (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 09:52

6 identicon

Sund já. Skil þig mjög vel. Er búin að vera á leiðinni í sund á morgnana sjálf - veit ekki hvað lengi eiginlega. Ofurhressandi að byrja daginn á því, þess vegna skil ég ekki alveg af hverju það er svona mikið mál að koma þessu inn í venjubundin morgunverk ;)

Þoka (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband