4.4.2008 | 23:08
Lasarus
Mér fannst Ingibjörg vera svo heit þegar ég sótti hana á leikskólann og það reyndist rétt hjá mér, hún er orðin lasin. Er með hita og hnerrar stöðugt í sig kvefið. Líst ekkert á hvað hún vill lítið nærast. Það er ekki eins og hún megi við því að léttast, það var allt orðið hólkvítt á hana eftir síðustu veikindi. Hún var nú aðeins farin að ná sér á strik og borða almennilega. En það er vonandi að þetta sé bara hiti og hún verði orðin hress á sunnudag. Hún er einu sinni búin að biðja um snuðið en fékk það ekki, hún virðist skilja það, þó hún reyni. Nú er það bara ég sem þarf að halda þetta út Ætla nú rétt að vona að Heimi takist ekki að ná sér í þessa pest eða hitavellu. Er ekki frá því að ég yfirgefi þá heimilið!
Heimir er ekki enn kominn úr vinnunni. Vona nú að Skarðið sé í lagi, reyndar stillt veður en snjókoma... en ekki hvað?! Mamma kom í mat í kvöld og við horfðum á Bubba. Höldum vart vatni yfir honum Eyþór. Alveg er drengurinn guðdómlegur! Syngur eins og engill og svo er hann svo fríður. Ég held að þeir tveir, Arnar og Eyþór, bítist um bitann og mun Eyþór hafa betur. Það er mín spá. Hann fúnkerar flott með þessari eðal hljómsveit.
Það stefnir sem sagt allt í rólega helgi hér á bæ. Enginn íþróttaskóli á morgun, best að tala ekkert um það við dömuna. Ætla að fara upp í rúm og breiða úr mér þar Góða helgi öllsömul!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Góðann daginn.. æ vonandi nær hún sér skjótt stúlkan!
kv Auður
Auður (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 07:28
hehe, já þetta með snuðið er oftast foreldravandamál...stattu þig í þessu, Ingibjörg er að standa sig!
Batnikveðjur af Skaganum.
SigrúnSveitó, 6.4.2008 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.