Leita í fréttum mbl.is

Fyrsta sundferðin

Ég fór í sund í morgun Smile Mikið hrikalega er ég ánægð með mig! Áður en ég fór að sofa í gærkvöldi ákvað ég að taka til sunddótið svo ég færi nú ekki að setja það fyrir mig í morgun. Ingibjörg fór á leikskólann og í kjölfarið brunaði ég í sund og var komin ofan í fyrir klukkan 9. Sá sem var að vinna var svo glaður að sjá mig að hann gaf mér frítt í sund!! Grin Ég fór nú samt afar rólega af stað og synti aðeins 10 ferðir (ég ætla mér að geta gengð á morgun). Svakalega gott að fara svona í laugina, mér leið bara eins og nýhreinsuðum hundi eftir þessa ferð. Ég nenni samt ekki að fara í sund fyrir allar aldir svo ég held ég geri þetta þegar ég er ekki að vinna. Þegar ég hef nægan tíma.

Fékk þetta sent í pósti frá einni vinkonu. Finnst þetta ansi merkilegt og alveg vert að hugsa um.

Vissir þú.....

.... að af 3 milljörðum kvenna í heiminum eru aðeins u.þ.b. 10 súpermódel?

.... að Marlyn Monroe notaði stærð 14 (ameríska) og hafði alla karlmenn í vasanum án þess að nokkur kvartaði yfir kílóunum á henni?

....að ef Barbie væri alvöru kona væri hún svo vansköpuð að hún yrði að ganga á fjórum fótum?

.... að konur eru að meðaltali 65 kíló (ekki hávaxnar) og nota stærðir 12 til 14 (amerískar)?

.... að ein af hverjum 4 konum á háskólaaldri þjáist af einhverskonar átröskun?


.... að fyrirsætur fyrir 20 árum voru 8% léttari en konur almennt?

.... að fyrirsætur í dag eru 23% léttari en konur almennt?

Fegurð konunnar er ekki hægt að smækka niður í mælieiningar heldur felst hún í þeirri útgeislun sem ástin á sjálfri sér veitir hverri og einni.

-Fegurð felst í þroska og góðri sjálfsímynd og fer einungis batnandi með árunum.


-Spurningin er ekki um fatastærðir, kílóafjölda, hæð eða háralit, heldur er hún spurning um að læra að elska sjálfa sig frá toppi til táar.


-Hjálpumst að við að ýta undir góða sjálfsímynd hvorrar annarar. Við erum allar æði...........og ekki gleyma því!

Bíð ykkur góðrar nætur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hélt þú myndir blogga um þá bleiku sem var í sundi, ég er enn að sjá þetta fyrir mér :)

Júlía Rós (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 08:05

2 identicon

Dugleg stelpa! Mæli með sundinu. Maður er svo ferlega léttur á sér og líður svo vel eftir það líka.


Rosalega er mikið til í þessari speki. Upp fyrir öllum konum! ;)

Laufey (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 10:26

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Elska þessa "speki" um konur. Þetta er svo sjúklegt hvernig tískuiðnaðurinn er búinn að gera konur...og við stökkvum til að finnst við sjálfar ómögulegar.  Ekki gott.  Það er sko rétt, við erum allar ÆÐI og mjög gott að minna okkur á það reglulega!

Eigðu góða helgi, mín kæra.  Og áfram með sundið!! 

SigrúnSveitó, 12.4.2008 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband