15.4.2008 | 22:27
Vor í lofti
Jhaa ég þori varla að skrifa það - en geri það samt, ég er ekki frá því að það sé komið vor í loftið. Flugurnar komnar á kreik og spáð hinu fínasta veðri, 14 stiga hita heyrði ég einhvers staðar! Spurning reyndar hvort það sé ekki bara sumarið sem sé að koma, svona miðað við hitastigið
Annars á mín yndislega móðir afmæli á morgun, þann 16. Til lukku með daginn elsku mamma mín. Þau ætla að bruna upp í bústað og svo förum við uppeftir á föstudag og verðum yfir helgina. Það verður ljúft.
Við pabbi fórum í sundið í morgun í sól og blíðu. Algjör draumur. Maður getur sko auðveldlega orðið háður þessu.
Ég er alveg að geispa golunni hérna núna svo ég ætla að henda mér upp í rúm. Bíð ykkur góðrar nætur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Til hamingju með skvísuna hana mömmu þína á morgun
Smilla, 15.4.2008 kl. 22:38
Ég hugsaði þetta einmitt í dag þegar ég fann að vindurinn stakk ekki jafnmikið í andlitið og undanfarið. Komin suðræn sveifla í veðrið. Sagði það meira að segja upphátt í dag að það væri komið vor - vona að ég hafi ekki storkað örlögunum of mikið.
Dagbjört (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 00:12
Já nú er vonandi sumarið að koma!
Unnar birkir hans Palla á líka afmæli í dag....til hamingju með múttuna :)
kv frá Egs.
Heiða Árna (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 10:01
Takk stelpur mínar
Úrsúla Manda , 16.4.2008 kl. 11:38
Veit ekki hvort að þú trúir þessu en það er byrjar að selja ís í vél niðrá olís (held ég) Við mamma vorum að labba og sáum e-rja rúnta með ís í hönd..mér sýndist þetta vera ís í vél...ef svo er þá eruð við að fara ÞANGAÐ!!! :)
JókaSmára (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 18:14
Hvað sagði ég ekki? Prófaðu að blogga um að það vanti Subway eða Quiznos - kannski opnar annar hvort þá nokkrum dögum síðar.
Smilla, 16.4.2008 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.