Leita í fréttum mbl.is

Síðasti dagur vetrar

Ég er hér enn ef einhver skildi vera farinn að undrast Wink Bara erfitt að koma sér aftur í gang þegar maður tekur sér nokkra daga frí. Helgin var æðisleg og ég gerði það sem ég sagðist ætla að gera, akkúrat ekki neitt! Það er svo mikill draumur að vera þarna uppfrá, myndi helst vilja vera um hverja helgi. Ingibjörg elskar sveitalífið, var úti allan daginn með fötu og skóflu að moka snjó.

Annars er ég búin að vera lasin í tvo daga. Fór heim úr vinnunni í gær og var heima í dag. Er nú samt öll að hressast finnst mér. Er örugglega bara með einhverja pest, kvef, höfuðverk og meira svona skemmtilegt. Finnst alveg hrikalega óþægilegt að vera með þennan svima... verð bara að vera dugleg að úða í mig lakkrís Tounge 

Hef nú loksins snúið mér að lærdómnum. Já eða svona reynt það. Skilaði einu verkefni í dag og byrjaði á öðru, klára það svo vonandi fyrir helgina og þá get ég einbeitt mér að leiðarbókinni sem ég á eftir og á að skila 30. Ætti alveg að ná því.

Haldið þið að Subway sé ekki að opna á Egilsstöðum! Einmitt á staðnum sem Hamborgarabúllan var. Nú bíð ég bara eftir Am. Style W00t

Ohh Greys byrjar ekki fyrr enn 30. apríl! Er búin að bíða allan aprílmánuð eftir þessu og þarf enn að bíða. Elska þessa þætti.

Ingibjörg sefur hjá ömmu sinni í kvöld, svo ég ætla að sofa út í fyrramálið... á sumardaginn fyrsta Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smilla

Þú ert að spauga með Subway??? 

ok, ef þú leggur inn beiðni á blogginu um Fridays á Egs. og það gengur eftir þá FLYT ég til Egs. 

Smilla, 24.4.2008 kl. 00:21

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Gleðilegt sumar elskan mín. Gott að þú ert að hressast, ég á nóg af lakkrís, keypti af KFF í fyrradag en borða ekki lakkrís!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 24.4.2008 kl. 10:48

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Verð að hryggja þig með Grey´s Anatomy ... þátturinn 30. apríl verður upprifunarþáttur. Sá fyrsti eftir verkfall handritshöfunda verður ekki fyrr en sjö dögum seinna, eða í maí. Held að þetta plat hafi verið í boði Stöðvar 2 til að fá áskrifendur í apríl. Algjör svik! Gleðilegt sumar samt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.4.2008 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband