Leita í fréttum mbl.is

Meðganga, dýramál og fleira

Allir orðnir hressir hér á bæ. Ingibjörg náði sér af ælunni og uppskar í staðinn þetta sem fer niður á við! Greyið. En það stóð nú ekki lengi yfir sem betur fer og er hún nú komin með matarlyst á við heilan hest! Ég dæli hreinlega öllu í hana sem hún biður um (eða svona nánast) svo lengi sem hún borðar. Leist nú ekki á blikuna þegar ég tók eftir því að naríurnar eru farnar að verða of víðar á hana. En þetta er nú allt í áttina hjá henni.

Ég er komin nákvæmlega 30 vikur og 3 daga í þessari meðgöngu. Mér finnst svo ótrúlegt að það séu rétt tíu vikur í settan dag. En kannski eru bara 8-9 vikur eftir, hver veit. Ég gæti því alveg átt barnið í kringum 26. júní. Nú ef ég færi svo tvær vikur framyfir eins og með Ingibjörgu, þá myndi ég eiga 24. júlí! En við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af því! Ég ÆTLA að eiga í byrjun júlí og það MÁ dragast til 14. júlí... ekki mikið lengur. Svo einfalt er það nú Wink 

Ingibjörg er algjörlega dýrasjúk. Hundar, kettir, hestar, kindur, fílar, apar... má eiginlega segja öll dýraflóran. Og hún er ekkert smeyk við þau heldur. Veit fátt skemmtilegra en að fara inn í hesthús og heimsækja hestana t.d. Þyrfti endilega að koma henni á hestbak hjá einhverjum í sumar. En nú er ég alvarlega að spá í að gefa henni kött! Já vona að það líði ekki yfir ykkur. Mér er í rauninni meinilla við ketti og þá svona ketti sem eru úti. Ég gæti hugsanlega átt kött sem færi aldrei út. Væri bara hérna inni og væri hreinn. Myndi sennilega fá taugaáfall ef ég myndi mæta kettinum með fugl eða mús í kjaftinum hérna inni. Myndi bara ekki þola það. Ég er mikið að spá. En svo veit ég ekki, get ég gert venjulegan kött að eðlilegum inniketti? Eða verð ég að fá mér einhverja spes tegund? Ég myndi auðvitað aldrei kaupa mér kött fyrir 100.000 kall, frekar fengi ég mér þá almennilegan hund fyrir 150.000 kr. Er mikið að spá í norskum skógarketti. Veit jafnvel um eina læðu sem er ólétt, en það er samt ekki alveg komið á hreint. Ætli þeir væru fínir innikettir? Endilega þið sem vitið eitthvað um ketti yfir höfuð, segið ykkar skoðun. Gæti svo bara haft matardallinn og sandinn hans inni í þvottahúsi svo það ætti nú ekkert að koma svo mikil lykt. Svo mætti hann auðvitað fara út á svalir og svo gæti ég farið í göngutúr með hann í bandi. Best að taka það fram að Heimir heldur að ég sé orðin eitthvað biluð... mikið biluð!

Náði ekki alveg sambandi við bókina Sakleysingjarnir, svo ég lagði henni og er farin að lesa Sjortarinn, eftir James Patterson. Þvílík snilld! Mæli eindregið með henni. Skráði mig í kiljuklúbb sem heitir Hrafninn og mun héðan í frá fá senda eina glænýja spennusögu annan hvern mánuð. Hef alltaf verið veik fyrir svona bókaklúbbum og erum við mæðgur nú í sitthvorum klúbbnum. Ég var meira að segja í bókaklúbbi þegar ég bjó úti í Ameríku og fékk allt fullt af bókum nánast gefins. Sver það. Allt svo ódýrt í Ameríkunni Tounge

Jæja ætla upp í rúm að lesa!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smilla

jiiii...ég er alltaf að sjá betur og betur hvers vegna við náum svona vel saman Ég hef t.d. OFT farið með kött út að labba í bandi...call me crazy og allt það...

Smilla, 5.5.2008 kl. 01:25

2 identicon

Ég trúi ekki að þú kallir nærbuxur naríur, hvað er það?!?!?!

Sagði þér allt sem ég hef að segja um ketti á laugardagskvöldið. Hugsaðu málið vel.

Júlía (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 08:09

3 identicon

Ég hef ekki mikið vit á köttum, en er ekki talað um að það sé ekki gott að hafa þá heimavið fyrstu mánuðina hjá nýfæddu barni?? Annars er ég svo á móti dýrum í bæjum þannig að það er ekki að marka mig

Farinn til Flórída þar sem allt er svo ódýrt...en var ódýrara fyrir nokkrum vikum

kv Heiða

Heiða Árna (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 08:28

4 identicon

Úrsúla! Þú bilast ef þú færð þér loðinn innikött - lofa þér því ! Átti sjálf þannig dýr.  Pældu svo í hvað á að gera þegar þú ferð í frí........    Ég er sko ekki á móti dýrum - bara best að aðrir eigi þau og ég heimsæki .... þá þarf maður ekki að hafa fyrir því.   Leyfi börnunum mínum að fá dýr þegar þau nenna að hugsa um þau sjálf

Gangi þér vel síðustu 10 vikurnar og 1. júlí er flott dagsetning!  Kveðja frá Bayern. Hrönn H

p.s.  held að þetta sé strákur!

Hrönn (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 08:40

5 identicon

Mér líst EKKERT á þessa kattaíhugun!! Ojjjjjbara! Verð nú líka að viðurkenna að ég myndi hlægja mig máttlausa við að sjá þig labba úti með köttinn í bandi! Það er til svo nóg af þessum dýrum í bænum svo að Ingibjörg þarf ekki nema að fara út fyrir dyrnar þá hittir hún kött eða ketti!

En ef þú ætlar að eiga í byrjun júlí - þá panta ég að eiga í byrjun ágúst ;)

Jóka (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 15:26

6 identicon

Ekki get ég ráðlagt þér neitt varðandi ketti. Ég verð þó að viðurkenna að ég hef hugsað út í að ef ég hefði ekki ofnæmi þá myndi ég hugsanlega gefa HG kött. Mér finnst dýr bara svona alveg ágæt en lyktin... Held þá að köttur væri skárri en hundur.

Svo vonum við auðvitað að börnin láti bara sjá sig sem fyrst. Þú ferð nú ekkert að ganga mikið framyfir núna með þinn legháls og reynslu er það;) Hef meiri áhyggjur af sjálfri mér þar:)

Jóhanna (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 15:44

7 identicon

Sem fyrrum eigandi fjölmargra katta, og núverandi hundaeigandi get ég sagt þér að ég mæli hiklaust með því að sleppa því að fá þér kött og íhuga hundamálin frekar. Ég hélt að það yrði heilmikið mál að eiga hund, en ef maður fær sér bara sætan smáhund þá eru þeir ekki meiri fyrirhöfn heldur en köttur. Þeir eru hinsvegar óendanlega mikið betri félagskapur og á allan hátt skemmtilegri heldur en kettir!

Andrea hjúkka eftir mánuð (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 20:59

8 Smámynd: María Katrín Jónsdóttir Ármann

Úrsúla EKKI KÖTT. Ef þú ert ekki kattamanneskja af guðsnáð þá endist það aldrei SORRY. Reyndi einu sinni að eiga kött og það gekk ekki. Ef þú ert hálft eins mikil hundakona og mamma þín þá yrðir þú fínn hundaeigandi. Þar að segja ef Heimir getur alið hann upp. Sé þig ekki fyrir mér í því hlutverki. En hundar þurfa líka ást og umhyggju, þó það sé ekki efst og ekki næst efst á þarfalista hundsins.

En það sem skiptir mestu máli held ég sama hvort þú ætlir að fá þér hund, kött eða bara fisk. Mann fær sér ekki gæludýr fyrir börnin, vegna þess að það ert alltaf þú sem þarft að hugsa um þau, börn geta ekki tekið ábyrgð á dýri og ef þú hefur ekki áhuga þá endar dýrahaldið alltaf á sama veg.

VÁ þetta er bara ritgerð

Hafið það rosa gott, vona að þú þurfir ekki að bíða

KV María Katrín 

María Katrín Jónsdóttir Ármann, 5.5.2008 kl. 21:20

9 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Ekki kött! Ég átti einu sinni kött sem hét Pétur rófulausi. Hann dó úr hlátri.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 5.5.2008 kl. 23:53

10 identicon

Ég er ekki að sjá þetta gerastojjjjj svo eru hár út um allt af þessum kvikindum,stökkvandi upp á öll borð...æj ég er ekki kisumanneskja. Líst betur á þetta með hundinn,þessi sem ég á fer ekki úr hárum allavega. EN þetta er mikil vinna,en börnin uppljóma í hvert sinn sem þau sjá hundinn.

knús Dísa 

Hanna Dísa (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 09:32

11 identicon

Það er ekkert annað. Bara eldfjörugar umræður um gæludýr sem ég hef misst af. Lúsin mín móðgaðist við að lesa þetta diss um ketti. Kettir eru snilld og það er ekkert mál að gera venjulegan húskött/fjósakött að inniketti. Lúsífer er skráður húsköttur hjá Dýralæknastofu Dagfinns. Lúsin reyndar fer út - en Tryggvi litli frændi minn á kött sem er innköttur og það er ekkert mál. Undrast það í hvert skipti sem ég kem heim til hans hvað kötturinn er umburðarlyndur gagnvart honum. Þeir eru miklir félagar og kötturinn sækir eiginlega meira í Tryggva en hitt - sem er mjög merkilegt miðað við meðferðina. Kom til þeirra um daginn - Tryggvi kvefaður með köttinn í fanginu. Ég ætlaði svo að fara að klappa dýrinu en hætti fljótlega eftir fyrstu stroku - því hann greyið var allur úti í hori. Geðslegt.

Varðandi lyktina sem kæmi af sandinum og matnum, þá er til súperlykteyðandi efni í Garðheimum. Ekki svona sem blandast bara ógeðslyktinni heldur eyðir henni. Man ekki í augnablikinu hvað það heitir.

Svo auðvita Úrsúla færð þú þér kött og skírir hana Þoku. Vel við hæfi þarna í austfjarðaþokunni.....

Þoka (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband