7.5.2008 | 22:10
Sumar og sól
Má segja að það hafi verið sumar hér í Neskaupstað í dag Hátt í 20 stiga hiti og yndislegt veður. Við Ingibjörg eyddum deginum eftir leikskóla hjá mömmu og pabba, úti á palli og í garðinum. Algjör sæla. Ég held samt að sumrinu sé nú lokið í bili, framundan er víst bara rigning og hitastigið á að vera um frostmark. Ef ég á að vera eigingjörn þá mætti það vera svoleiðis til 16. maí, því þá verð ég búin í prófinu. Það er frekar erfitt að ætla að sitja yfir bókunum þegar það er svona bongóblíða eins og var í dag... það er reyndar bara ekki hægt!
Ingibjörg fékk afmælisgjöfina sína í gær. Já þremur mánuðum fyrir afmælisdaginn! En nú er daman búin að eignast sitt fyrsta hjól. Okkur fannst best að gefa henni það strax svo hún gæti notað það í sumar. Nú vantar bara hjálminn og þá er hægt að fara að bruna hér um göturnar Reyndar kann hún ekki alveg að hjóla, en mér sýnist þetta ætla að koma fljótt hjá henni. Hún á það til að standa bara á bremsunni Sagði við Heimi að mig grunaði að ég hefði ekki þolinmæði í þessa kennslu, svo hann mun taka það að sér.
Við erum að plana ferð til Akureyrar, bara tvö. Já og auðvitað það sem ég get ekki skilið við mig Ætli við förum ekki í lok maí byrjun júní. Ég er svona að grennslast fyrir með gistingu, líst held ég einna best á Sveinbjarnargerði. Held að það væri ljúft. Ætlum bara að dúlla okkur og vera í 3 daga eða svo. Versla og hafa það nice. Reyndi að fá Heimi með mér til Reykjavíkur, en hann tók það ekki í mál svo AK varð fyrir valinu. Kannski fæ ég mér kött þar
Úfff Greys var góður í kvöld, frábært að þeir séu byrjaðir aftur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Það jafnast ekkert á við sumar og sól á Austurlandi, mmmmm.
Júlía (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 08:20
Sammála síðasta ræðumanni, það jafnast ekkert á við sumar og sól fyrir austan
Gangi þér vel í prófunum! Knús
Halldóra Kristín (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 11:20
Er ekki komið byrjun maí?
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 8.5.2008 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.