8.5.2008 | 13:17
Hæðin
Ætla bara að minna ykkur á lokaþáttinn af Hæðinni í kvöld Endilega kjósið! Ég er búin að kjósa þá félaga Begga og Pacas Í tilefni kvöldsins ætla ég að gera nýja kjúklingauppskrift sem ég fékk frá Hönnu Dísu og mamma kemur í mat, pabbi missir alltaf af öllu skemmtilegu, hann er farinn út á sjó.
Við pabbi fórum í sund í morgun. Í sól og blíðu, alveg æðislegt. Nú er allt orðið skýjað en engin þoka í sjónmáli (svona fyrir þá sem eru veðurþyrstir ). Nú er bara spurning hvort það fari að rigna.
Ég hreinlega geri allt annað en það sem ég ætti að vera að gera... að læra! Guð hvað ég nenni þessu ekki. Þetta er alveg leiðinlegur tími. Þvoði bílinn í morgun eftir sund, var heillengi hjá pabba og fór svo held ég í flest allar búðir bæjarins, bara til að fara ekki heim og fá samviskubit yfir því að vera ekki að læra! Arghh! Keypti meðal annars svona bleikt Ragg garn til að prjóna sokka handa Ingibjörgu. Þetta er svona munstrótt-garn og sokkarnir verða ekki eins. Þetta er mikil áskorun fyrir mig og verður spennandi að vita hvort ég muni geta látið dömuna í ósamstæða sokka þegar yfir líkur En fyrst Sigurlaug gat það, þá hlýt ég að geta það líka!
En nú þýðir ekkert elsku mamma lengur, verð að fara að læra!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Gangi þér vel í lærdómnumúff ekki öfunda ég þig! En vonandi verðið þið mæðgur ánægðar með kjúllan í kvöld,annars ertu bara að gera einhverja vitleysu ef hann bragðast ekki vel hehe...
Já ég kaus líka Begga og Pacas,en reyndar svart eldhús,og risa spegill sem verður alltaf fitugur í eldhúsinu hmmm... sumt flott hjá þeim og svo annað hjá yngra parinu,en svo var nú ekki mikið til að hrópa húrra fyrir hjá þeim gömlu.
Knús Dísa
Hanna Dísa (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 17:53
Já, þetta er átak með sokkana en svo er þetta allt í lagi þegar maður er kominn yfir þessar örfáu sekúndur sem tekur að troða barninu í sokkana.
Svo skil ég þig alveg roooosalega vel með að gera allt annað en að læra, ég t.d. keypti mér striga í dag til að mála á myndir fyrir herbergið hans SD og var mjöööög nálægt því að kaupa mér stingsög...já ég segi það og skrifa STINGSÖG!!! Er búin að liggja á einhverjum design-síðum á netinu í prófunum og nú er ég búin að hanna hillur í huganum og snaga og svona allt í stíl fyrir barnaherbergi...vantar bara spýturnar og stingsögina....
...heldurðu að maður sé BILAÐUR??
Smilla, 8.5.2008 kl. 19:30
Hugsa að aðalatriðið varðandi sokkana sé að maður sé ekki að rugla með þá milli fóta, alltaf sami á hægri og alltaf sami á vinstri.
Svo er nú bara gott að fá veðurfréttir, alveg nauðsynlegar.
Jóhanna (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.