Leita í fréttum mbl.is

Vetur... trúi þessu ekki!

Hér er snjókoma!! Lýg ekki. Hvað getur maður sagt... í fyrradag var sumar og sól, nú er rétt yfir frostmark, fjöllin sjást ekki og það snjóar. Jahérna hér.

Ég ákvað samt að skella mér í sund og sá ekki eftir því þegar ég var komin ofan í laugina. Kom svo heim um 10 leytið og kveikti á tölvunni til að byrja að læra. Og nei, ég er ekki enn byrjuð. VERÐ bara að gera ýmislegt áður en ég byrja að læra *hóst* Lofa samt að byrja þegar ég er búin að blogga! Lofa því Halo

Kjúklingarétturinn sem ég gerði í gærkvöldi kemur hér. Þetta er ekki ný uppskrift og ég hafði oft heyrt um þennan rétt. Örugglega margir sem hafa prófað þetta, það er bara ég sem er eitthvað sein í þessu Wink

4-6 Kjúklingabringur

1 krukka Mango Chutney

1 Matreiðslurjómi

1 msk karrý

4 hvítlauksgeirar (ég notaði Shallotu lauk í staðinn - hann er æði)

Bringurnar skornar í smáa bita og steiktir á pönnu. Bæta smátt skornum lauknum útí rétt áður en kjúklingurinn er fullsteiktur. Krydda eftir smekk.

Blanda saman rjóma, karrý og Mango saman. Setja kjúklinginn og laukinn í eldfast mót, hella sósunni yfir og inn í ofn í ca. 30 mínútur. Auðvitað er hægt að hella sósunni yfir kjúklinginn á pönnunni, ég verð bara allaf að setja svona í ofninn líka. Gott að hafa hrísgrjón og ferskt salat með. Verði ykkur að góðu Smile

Jæja, nú er að læra!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó ég sé sextug eins og þú hef ég ekki séð þessa uppskrift áður, prófa hana um helgina!

Júlía (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 13:21

2 identicon

og kyrdda eftir smekk... lykilatriðið ;-)

Þóra Matthildur (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 13:23

3 identicon

Halló Úrsúla.

Vildi bara skilja eftir mig nokkur spor á síðunni þinni. Kíki alltaf annað slagið hérna inn.

 Mun prófa þennann kjúklingarétt... hljómar geðveikt spennandi.

 Kveðja úr Kópavoginum.

 P.S. Við munum nokkuð örugglega kíkja við hjá ykkur í sumar á ferð okkar um austfirði

Unnur (hans Óskars.. R.Sigm) (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 14:02

4 identicon

En huggulegt veður hjá ykkur en ekki vildi ég skipta. Hér er sól og 24 stiga hiti, voða notalegt :) Eigið góða hvítasunnu. Vildi bara skilja eftir smá kvitt, Knús Hrafnhildur

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 15:11

5 Smámynd: Úrsúla Manda

Einmitt Þóra Matthildur!! Þetta setti ég inn spes fyrir þig svo rétturinn myndi ekki klikka ef þú myndir prufa hann 

Gaman að sjá þig hér Unnur, það er sko algjört must að koma við ef þið verðið á ferðinni hér fyrir austan! Látið bara heyra í ykkur

Já Hrafnhildur mín, það vildi ég að ég væri komin út til ykkar! Góða skemmtun á morgun og hafið það gott. Gjöfin til þín kemur eftir Akureyrar ferðina  

Úrsúla Manda , 9.5.2008 kl. 15:32

6 identicon

Vonandi er hætt að snjóa hjá þér, þú búin að læra og kjúllinn rann ljúft í gegn:)

Svanfríður (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband