12.5.2008 | 23:09
Góð helgi
Vona að þið hafið átt góða hvítasunnuhelgi, það áttum við. Yndislegt veður búið að vera í dag og erum við búin að vera úti í allan dag. Við mæðgur löbbuðum yfir til mömmu í morgun og átum hádegisverðinn úti á palli. Ægilega ljúft. Ingibjörg harðneitaði svo að koma heim svo hún varð eftir hjá ömmu sinni. Henni leiðist sko ekki að vera úti og skottast í garðinum með henni.
Svo var tekin afdrifarík ákvörðun um helgina. Við erum að fá kisu!!!! Jájá, þarna sannast að ég hlusta ekkert á ykkur við fórum meira að segja í dag og völdum hana. Þetta er fress sem er grár, með hvítar loppur og hvítt undir hökunni og á mallanum. Ægilega sætur! Hann er rúmlega 5 vikna og algjör draumur. Við fáum hann sunnudaginn sem við komum frá Akureyri. Jii ég hlakka svo til. Ingibjörg kom með og ætlaði alveg að missa sig að sjá þessa litlu kettlinga. Og já, ef einhvern langar í, þá er einn svartur fress eftir. Hrikalega sætur.
Nú erum við að velta fyrir okkur nafni á dýrið. Það er alveg ljóst að við eigum auðveldara með að finna nöfn á börnin okkar heldur en dýrið. Merkilegt! Heimir stakk upp á nafninu Hnoðri, sem mér fannst fyndið því Júlía Rós og fjölskylda eiga einmitt kött sem heitir þessu nafni. Fínasta nafn svo sem. Önnur nöfn sem eru komin eru Rómeo, Leó og Max. Hvað finnst ykkur nú? Lumið þið kannski á einhverju svaka flottu karla-kisunafni?
Ég hef ekki verið dugleg að læra um helgina. Ég komst vel á skrið á föstudaginn þegar ég loksins kom mér í gírinn og svo aðeins á laugardeginum en svo ekki meir. Ég ætla hinsvegar að vera rosalega dugleg þessa þrjá daga sem eftir eru fyrir prófið. Verst er að ég er alveg með kvíðahnútinn í maganum þar sem það verður einhver reikningur á prófinu. Hugsið ykkur, ég er orðin þrítug og er ennþá svona smeyk við stærðfræðina. Nú væri fínt ef Sigurjón Gísli byggi hérna við hliðina á mér og gæti komið yfir og hjálpað mér eins og hann gerði í denn. En svo er víst ekki. Nú ef ég fell í þessu helv... þá er bara að taka prófið aftur! Ekkert annað í stöðunni.
Jæja, er farin upp í rúm að lesa. Nú er ég byrjuð á bókinni 4. júlí sem er einnig eftir James Patterson og hana fékk ég líka í bókaklúbbnum. Skemmtilegt. Ætla að byrja morgundaginn á sundi og hella mér svo í lærdóminn. Góða nótt.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Úrsúla..ertu að fara í aðferðafræðina eða??
Jóhanna Smára (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 08:48
Flott hjá ykkur að ætla að fá ykkur kisu, luma því miður ekki á nafni.
Júlía (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 10:06
TIl lukku Moli,Úlli,Georg,Boggi.....hrikalega er ég snauð haha..Hermóður kallaður Móði, læt þetta gott heita í bili,kettir eru ekki mín deild.
Knús Dísa
Hanna Dísa (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 10:27
Bangsi,Felix,Fróði,Tumi,Rambó,Dropi, Jón (í höfuðið á Sálinni),Máni,Erró.... kem með meira ef mér dettur í hug.
Hanna Dísa (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 10:32
Já Jóhanna þetta er aðferðafræðin!
Hanna Dísa segist þú vera snauð já. Aldeilis slatti af nöfnum sem þú komst með Líst nú samt ekkert á þau... jú finnst Dropi svolítið flott!
Úrsúla Manda , 13.5.2008 kl. 12:41
Ég er alltaf rosa dugleg að nefna dýrin einhverjum nöfnum en kalla þau svo bara "kisi" og "mús"(sem var reyndar hamstur en hey).
Er Ingibjörg ekki í nafnapælingunum?
Smilla, 13.5.2008 kl. 12:43
Nei Ingibjörg er ekki í þeim. Hún myndi örugglega bara kalla dýrið "kisu" held einmitt að það sé svo oft svoleiðis, eins og þú segir.
Úrsúla Manda , 13.5.2008 kl. 15:19
Bjöggi skal hann heita, þá nennir mamma þín að passa gripinn
Nanna (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 19:52
Já sæll... Nú held ég að óléttan hafi eitthvað með skynsemina að gera fröken Úrsúla Manda.
Sko´, ég þekki eina stúlkukind sem ÞOLIR ekki GLIMMER. Ég veit svei mér þá ekki hvernig hún verður þegar glimmer kemur nálægt henni. En þessi sama stúlkukind ætlar að fá sér kött....sem fer endalaust úr hárum....úr hárum...úr hárum...úr hárum.....
En, það er nú bara málið, þú værir ekki svona yndisleg ef þú værir ekki eins og þú ert.
Gangi þér vel með að finna nafn á gripinn (það eina sem mér dettur í hug er .......kattarfjandi........) en hvað er svo að marka mig.... Já gangi þér líka vel að ryksuga háááááárin.
Annað hitt.´ Ég kemst ekki inná síðuna þína.... Það virkar ekki það sem þú gafst mér upp.. ég meina barnalandssíðuna með öllum myndunum..
Jenný (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 20:09
Ekki svo galin hugmynd Nanna eða kannski bara Bó!
Jenný ég nenni ekki að svara þér
Úrsúla Manda , 13.5.2008 kl. 21:32
Max fær mitt atkvæði
Til hamingu með kisuna, hlakka til að sjá dömuna með kisuna sína, sú verður ánægð
Brynja (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 22:09
Emil.. ég og Siggi bróðir áttum einu sinni að fá kisu og við ætluðum að skíra hann Emil.. nú eða Snata..
Ragna (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 08:25
Glæsilegt. Til hamingju með köttinn. Gott hjá ykkur að velja fress - munið bara eftir því að láta gelda hann sem fyrst. Man ekki alveg hvenær er best að láta gera það. Geri ráð fyrir því að það komi mynd af dýrinu við fyrsta tækifæri. Max þykir mér afbragðs nafn, einnig Dropi. Reyndar held ég að Uggi væri líka nokkuð flott og svo auðvita Loki.
Þoka (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 15:41
besta dýranafn sem ég hef heyrt er Þráinn. Þráinn var hross. Mér finnst Þráinn passa vel á fressið:) Eða Láki, Flóki (út af hárunum).......Skírðu hann bara Ingi, í höfuðið á Ingibjörgu.
Hafðu það annars bara gott. Svanfríður
Svanfríður (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 18:42
Kettir eru tækifærisinnar Úrsúla. Hann á eftir að naga og klóra allt sundur og saman heima hjá þér,sama hvað það er sem fyrir þeim verður. Kettir bera enga virðingu fyrir því sem þeir sjá og ráðast bara á það sem fyrir þeim verður. Láttu mig þekkja þetta.
Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.