13.5.2008 | 22:16
Glatað
Má eiga það að ég er búin að vera nokkuð dugleg í lærdómnum í dag gef mér bara smá klapp á bakið fyrir það!
Verð hinsvegar að deila þessumeð ykkur en þetta er fyrsta æfingin þeirra í Eurovisioninu úti. Varð fyrir vonbrigðum, finnst þau svo heft og eitthvað hallærisleg. Finnst Friðrik virka eins og einhver wannabe strippari og Regína... já veit ekki alveg. En það er kannski bara út af því að þetta er fyrsta æfingin (skulum vona það). Ég gæli enn við það að Draupnir skelli sér á sviðið þarna úti. Ég meina það vantar hann algjörlega með þeim. Þau eru bara ekkert að gera sig. Ég var allan tímann að bíða eftir að hann kæmi upp úr gólfinu.
En já þetta er það sem stendur upp úr deginum hjá mér í dag Ætla að læra aðeins meira áður en ég fer að sofa. Svo er bara sund og læra meira á morgun.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
ég veit ekki.. mér finnst þetta svo ketsý lag og mér fannst það mjög vel sungið hjá þeim.. en þetta er náttúrulega pínu hallærislegt og þau þurfa að æfa hreyfingarnar og dansinn betur... var einhvern veginn ekki alveg að virka..
En áfram Ísland!!
Ragna (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 08:22
er ekki alveg sammála þér úrsúla, skal reyndar viðurkenna að þetta jakkaatriði hjá honum Friðriki var ekki alveg að gera sig , fannst bara eiga að sleppa því að vera í þessum jakka, en mér fannst þau fín, auðvitað eiga þau eftir að æfa sporin sín betur en ég held að þau verði fín á fimmtudaginn e. viku.
Salný (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 11:43
Eru þetta ekki Sigga og Grétar í Stjórninni og lagið eitt lag enn...........á ensku?
Júlía (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 14:07
Júlía ég er ekki frá því að þetta sé rétt hjá þér Einna verst er líka að sjá hana snúa sér í hringi á gólfinu... HVAÐ ER ÞAÐ?!?! Þetta er bara ekki alveg að gera sig sko!
En jú þau syngja þetta mjög vel, ekkert út á það að setja, sammála því. En hjálpi mér atriðið sjálft... Æfingin skapar meistarann, skulum vona það alla vega
Úrsúla Manda , 14.5.2008 kl. 14:24
Þetta verður æðislegt hjá þeim, en að fá Draupnir upp á svið yrði mesta klúður EVER Úrslúla....þó hann sé skemmtilegur. Þá myndi ég gubba
Knús Dísa
Hanna Dísa (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 17:56
Jááá.....þetta var frekar glatað eitthvað. Ég er alveg sammála Júlíu, þetta minnti óneitanlega mikið á Siggu og Grétar hérna um árið, og kjólinn??? Er þetta ekki sami kjólinn, bara svartur núna???
Það verður gaman að fylgjast með þessu og við "heium" auðvitað á Ísland og Norge, sem by the way eru með megaflott lag í ár!!!En hvenær er keppnin?? Er ekki alveg búin að setja mig svo vel inni í júróvision gírinn í ár
Kærar kveðjur heim í fjörðin fagra
P.s Draupnir ER FLOTTASTUR
Svava Rós (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 22:48
Já Draupnir er flottur en hann á ekkert erindi á svið í Júróvíson. Úrsúla til hamingju með köttinn. Vinkona mín átti einu sinni hvítan kött sem hún skírði auðvitað Mjallhvít. Þegar uppgvötaðist að þetta var fress var nafninu aðeins breytt í Mjallhvít með punginn!
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 15.5.2008 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.