17.5.2008 | 17:04
Búin á því
Ég var svo andlega búin á því í gær eftir prófið að ég kom heim og fleygði mér beint upp í rúm og svaf í tvo tíma! Prófið gekk svona upp og ofan, og vona ég auðvitað að ég hafi náð. Mér gekk vel í einu hluta, ágætlega í öðrum en svo afleitlega í þeim þriðja, svo maður veit ekkert. Eins og ég var nú búin að leggja mikla áherslu á reikninginn og búin að vera með í maganum yfir honum, komu ekki nema þrjú dæmi. Já ótrúlegt en satt varð ég hálf svekkt! En þetta var svolítið andstyggilegt próf fannst mér og hrikalega mikið sem þurfti að skrifa. Fannst bara eins og ég væri í söguprófi... hver ritgerðin á fætur annarri. Mikið rosalega er ég nú fegin að þetta sé búið! Nú á ég eftir verkefni sem ekkert liggur á, en mér finnst ég bara vera búin fyrst prófið er búið.
Það voru allir komnir út hér á heimilinu klukkan hálf 9 í morgun. Enda sól og gott veður þó það sé nú ekki mikill hiti. Heimir er að laga til í bílskúrnum og Ingibjörg með honum í því. Hann tók hjólin okkar og lagaði þau eftir ferðalagið til Íslands. Ég tók mér hjólahring hérna á planinu, asskoti á ég nú gott hjól! Veit samt ekki hvort ég meiki að hjóla á því hérna um bæinn því það er nú ekki margra gíra. Það er jú bara flatlendi í Danmörku, en hér eru liggur við bara brekkur. Kemur í ljós. Við mæðgur erum nú búnar að leggja okkur (meira hvað maður getur sofið) og Ingibjörg er aftur komin niður í bílskúr að skottast í kringum pabba sinn.
Ætlum að grilla í kvöld og taka nágrannann með í mat.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Til hamimgju með að vera búin í prófunum, það er engin spurning, þú hefur sko náð. En hvaða nágranni átti að koma í mat í gærkveldi? Ég minnist þess ekki að hafa verið boðin!!!
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 18.5.2008 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.