20.5.2008 | 22:20
...
Þá er ég byrjuð að vinna 50% niðri á sjúkrahúsi með Þorgerði. Það er fínt. Ég á reyndar verkefnin enn eftir en ég er þó byrjuð. Bara óttaleg leti að hrjá mig þar sem ég er búin með prófið og þá er ég ekki að nenna að eyða frítímanum í verkefni. En það þýðir ekkert að hugsa svona, bara að reyna að hespa þessu af!
Verð að benda ykkur á þetta, guð ég fékk alveg fiðringinn og langar hrikalega á ball. Þeir eru bara æði og auðvitað besta hljómsveit landsins - ekki spurning!!
Horfðum á Eurovision. Hef svosem voða lítið um það að segja nema hvað sviðið var hrikalega flott!!
Styttist aldeilis í Akureyri hjá okkur hjónaleysunum og við erum sko spennt. Ingibjörg ætlar upp í bústað yfir helgina með ömmu sinni og afa, það verður án efa gaman hjá henni líka. Styttist líka í kisu litlu sem við fáum á sunnudaginn þegar við komum heim. Það verður spennandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Hva,kokkurinn alltaf í fríi á þessu? Honum finnst sennilega bara svo gaman að vera orðin afi geri ég ráð fyrir,hehehehe!!! Þekki það svo sem allveg ágætlega
Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 03:11
Já segðu Gunnar! Nú verður hann bara alltaf í fríi fyrst við erum komin heim... held það sé nú aðallega af því að ég er svo skemmtileg :)
Úrsúla Manda , 21.5.2008 kl. 09:11
Hvernig fannst þér Norska lagið???
"Við" komumst jú áfram, og ef Ísland kemst áfram á morgun þá verður stuð á Bláberjastíg á laugardagskvöldið!!!
Við sendum allavega Íslandi atkvæðið okkar á morgun ;-)
Kærar kveðjur heim í fjörðin ofurfagra
Svava Rós Alfreðsdótti (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 12:57
Úpsss meinti...fjörðinn, best að hafa þetta rétt!!!!
Svava Rós Alfreðsdótti (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 12:59
Úrsúla mín eða aðrir. Þið verðið að útskýra eitt fyrir mér. Er Ísland að keppa í undanriðli aðalkeppninnar á morgun? Í hvaða sæti þurfa þau að lenda svo að þau komist áfram? Er ég að skilja þetta rétt? Það er nefnilega takmarkaður áhugi (lesist; enginn áhugi) fyrir Júróvisjón hér í Illinois!!!
Gangi þér vel í vinnunni Úrsúla mín og góða ferð á Akureyri.
Svanfríður
Svanfríður (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 13:20
til hamningju með próflokin hjá þér. Ég missti af fyrri hlutanum á Eurovison en ætla að horfa á morgun á Isl og vonandi get ég gefið þeim atkvæði mitt frá Spáni.
kær kveðja
Þórunn Guðrún Einarsdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 15:30
Mér var sagt ad thetta vaeri satt!
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 23.5.2008 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.