Leita í fréttum mbl.is

Ljúf helgi

Það er óhætt að segja að við höfum átt sæludaga fyrir norðan. Alveg yndislegt. Mjög notalegt að gista í Sveinbjarnargerði, í sveitinni þar sem maður heyrir ekki í einu eða neinu. Bara nice. Við gerðum ýmislegt, fórum út að borða (Subway, Greifinn, La Vita e Belle svo eitthvað sé nefnt), í Jólalandið (það er nú bara skylda þegar maður fer til Ak) og í búðir svo eitthvað sé nefnt. Höfðum það svo hrikalega gott inn á milli. Fékk reyndar nett sjokk að koma inn á Glerártorg því það er svo lítið! Hélt að það væri miklu stærra. Neinei pínulítið bara og örfáar búðir. Við erum hinsvegar búin að sjá það að við þurfum sennilega aldrei að fara til Reykjavíkur, því það eru allar búðir á Akureyri... já nema Ikea. Skil ekki af hverju þeir opna ekki búð á Ak.

Á leiðinni heim í gær ákváðum við að kíkja í Laufás, en hvorugt okkar hafði komið þangað. Mjög gaman að skoða gamla torfbæinn og umhverfið þarna er svo fallegt. Þarna var Sr. Pétur Þórarinsson prestur þar til hann lést í fyrra. Ég hafði dálæti á þessum manni en hann samdi meðal annars sálminn Í bljúgri bæn. Hann var með sykursýki og búinn að missa báða fæturna en hann lét það ekki stoppa sig. Man svo vel eftir þættinum með Hemma Gunn þegar hann var gestur þar og systir hans Erna Þórarinsdóttir söngkona, kom fram og söng sálminn fyrir hann. Mjög fallegt og alveg tíu-klúta-moment. En við kíktum líka inn í kirkjuna og að leiðinu hans og tókum umhverfið í nefið.

Hér er Heimir fyrir framan Laufás kirkjuna. Mér fannst hann taka sig svo svakalega vel út þarna á kirkjutröppunum að mér finnst alveg tilvalið að hann skelli sér í prestinn! Hugsa að hann yrði ægilega sætur í prestshempunni Tounge Svo sem sama hverju hann klæðist, hann er alltaf sætur GrinMaí 221

Og hér erum við hjúin í góða veðrinu á bílastæðinu hjá Laufási.

Annars er kisa komin í hús Wink Ég fór og sótti hann í morgun. Hann er bara yndislegur. Ingibjörg er ekki búin að sjá hann þar sem hún er enn á leikskólanum. En það verður gaman að sjá viðbrögðin hjá henni. Verð að taka mynd af honum og sýna ykkur. Við erum ekki enn búin að ákveða nafnið, en erum komin niður á tvö nöfn, Leó eða Dropi. Einhvern veginn finnst mér Leó vera þægilegra. Veit ekki. Best að spyrja Ingibjörgu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æðislegt að þið áttuð svona góða helgi saman bara tvö, gaman að lesa smá ferðasögu.

Júlía (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 15:37

2 Smámynd: Smilla

Ef til vill þarft þú aldrei að fara til Reykjavíkur - en þú átt sko heldur betur erindi í Kópavoginn ÉG - Smáralind og Fridays takk för

En gaman að heyra að ferðina hafi verið góð. 

Smilla, 26.5.2008 kl. 17:27

3 Smámynd: Úrsúla Manda

Jæja segðu Sigurlaug, á pottþétt erindi í Kópavoginn

Úrsúla Manda , 26.5.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband