26.5.2008 | 22:50
Leó litli
Þið hefðuð átt að sjá svipinn á Ingibjörgu þegar við komum heim af leikskólanum. Hann var alveg óborganlegur skal ég ykkur segja þegar hún sá köttinn
En hér kemur fyrsta myndin af gripnum sem hlotið hefur nafnið Leó.
Uppí rúminu hennar Ingibjargar, en hún fór með hann strax þangað og sagði honum að liggja kyrr
Hér eru svo tvær af þeim saman... þeim systkinunum
Ein alveg í skýjunum og er alltaf að knúsa hann!
Hann er búinn að vera voða góður síðan hann kom. Var vælinn hérna fyrst en svo er hann allur að koma til, búinn að fara í kassann sinn þrisvar og búinn að borða og drekka. Svo er hann meira og minna bara búinn að sofa í allan dag og liggur nú sofandi hérna við hliðina á mér í sófanum. Alveg yndislegur!! Skil bara ekkert í mér að vera ekki fyrir löngu búin að fá mér kött, svei mér þá
Við erum að fara í 34 vikna sónar í fyrramálið, hlakka mikið til.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Óhhhhhhhh....mig langar líka í kiþu...awwww kjúttaður
Smilla, 26.5.2008 kl. 23:00
Samgleðst ykkur með kisuna þó ég myndi aldrei í lífinu fá mér dýr inn á heimilið :) Ég verð bara að knúsa Palla minn í ellinni ;)
Heiða Árna (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 08:11
Hann er æði, þetta er algjör draumur fyrir Ingibjörgu!
Júlía (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 08:35
Innilega til lukku með Leó ;o), gangi ykkur vel. Hann er voða sætur.
Hanna Dísa (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 09:59
Takk fyrir stelpur mínar, já hann er sko alveg yndislegur!
Úrsúla Manda , 27.5.2008 kl. 12:28
Mér finnst tessi kettlingur ekki vera mikid ljónslegur. Leó, en tad er eins gott nafn og hvad annad. Gott fyrir Ingibjorgu.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 27.5.2008 kl. 15:01
Æ hvað hann er fallegur. Grábröndóttur sýnist mér á myndunum. Mjög andlitsfríður líka. Til hamingju með hann. það er voða gott og þægilegt að eiga kött, alveg ótrúlega mikill félagsskapur af þeim ;)
Þoka (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.