7.6.2008 | 22:58
Jæja
Ætli það sé ekki best að láta vita af sér svona til tilbreytingar. Ég er nú loksins búin að fá út úr prófinu í aðferðafræðinni og ætla ég ekki að segja ykkur hvað ég varð glöð. Einhvern veginn í ósköpunum tókst mér að ná 8!! Ég er bara ekki alveg að fatta það því ég var svo viss um að ég myndi rétt ná ef ég myndi þá ná! En já svona getur maður nú vanmetið sig. Skil svo ekki heldur hvernig ég fékk 8 þegar hæsta einkunnin í þessu námskeiði var 8,5!! Jahérna. Svei mér þá ef ég fer ekki bara að leggja aðferðafræðina fyrir mig *hóst* eða ekki. En þetta var óskaplega gleðilegt og er ég í skýjunum. Kláraði líka síðasta verkefnið sem ég átti eftir núna á fimmtudaginn, svo nú er ég loksins komin í sumarfrí frá skólanum ægilega gott.
Nú er ég komin 35 vikur á leið, bara 5 vikur eftir, eða 3 og nú ef í hart fer þá 6 eða 7 vikur. En eins og ég var búin að segja þá verður það ekkert svoleiðis Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Ingibjörg er ægilega spennt orðin og segist hlakka mikið til að fá litla barnið og að það ætli að eiga heima hérna hjá okkur. Vonandi helst þessi gleði bara, spurning hvað verður þegar hún áttar sig svo á því að barnið fer ekkert Ef einhver spyr hana hvenær litla barnið kemur þá svarar hún iðulega: á þriðjudaginn eða föstudaginn Gott að hafa það á hreinu.
Vika í afmæli mitt. Alveg finnst mér ekkert merkilegt við það að verða þrjátíuogeins! Eins óspennandi tala og ég get hugsað mér. Samt eru nú öll afmæli merkileg, það er ekki það. Alltaf gaman að eiga afmæli
Jæja ætla upp í rúm að lesa. Var að byrja á bókinni Griðarstaður, eftir sama höfund og skrifaði Musterisriddarann. Líst bara ágætlega á. Fékk hana senda frá fína bókaklúbbnum mínum. Góða nótt.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Til hamingju með að vera búin mín kæra og með gott gengi. Ég er einmitt að gera tilraun til að verða húsmóðir fyrst ég er búin með námið - búin að baka tvö brauð og eina Bettý um helgina, ha ha. Þið eruð alltaf velkomin í heimsókn!
Hrönn (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 09:42
Já þetta er alltaf léttir.. Mæli með heimsókn til Hrannar.. fór í voða fínan brunch í gær
Auður (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 11:02
Mikið ertu dugleg Hrönn!! Og já fyrst Auður mælir svona með heimsókn til þín, þá er best að við förum að láta sjá okkur
Úrsúla Manda , 9.6.2008 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.