Leita í fréttum mbl.is

Leikskólinn

Las það hjá einum bloggvini mínum að frá og með 1. júní 2008 greiða foreldrar í Fjarðabyggð aðeins vistunargjald fyrir eitt barn á leikskóla. Frábært! Það lítur því út fyrir það að við förum ekki á hausinn haustið 2009 Wink Og ekki nóg með það, við getum bara farið að hrúga niður börnum og borgum aldrei nema eitt leikskólagjald Tounge Þetta er sko aldeilis flott. Mér varð nú samt hugsað til Danmerkur, en þar þurftum við ekki að borga neitt fyrir pláss frá klukkan 7-17 (ekki það að Ingibjörg var aldrei svona lengi) þar sem við vorum námsmenn. Þar fylgdi líka allt með, það eina sem við áttum að koma með á hverjum degi var einn ávöxtur. Hér hinsvegar þarf maður sjálfur að koma með bleiur, sóláburð og 15 mínútur skipta ÖLLU máli. Fyndið hvað þetta er ólíkt. Ekki það að ég myndi vilja skipta, því ég er nú mun sáttari með fyrirkomulagið hér en þarna úti.

En já, það er spurning hvort ég verði ekki bara orðin ólétt aftur áður en þessu ári líkur?! LoL Nei ætli það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Fjarðabyggð hefur þetta greinilega fram yfir Héraðið :) Maður þarf þá ekki að plana börnin eftir leikskólagjaldskostnaði!

Heiða Árna (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 08:23

2 identicon

Frábært framtak hjá Fjarðabyggð. Ég hef nú lengi öfundað mömmur sem eiga börn á íslenskum leikskólum, vegna þess að þar er morgunmatur, heitur matur, kaffi osfrv. Hérna í Norge þurfum við nefnilega að senda með nesti þ.e morgunmat og hádegismat. Þau fá reyndar ávexti íkaffitímanum, en annars þarf að senda ALLT með þeim  og þetta er rándýrt 2800 n.kr á mánuði og svo er bara smá afsláttur fyrir næsta barn........þannig að ég er á hraðleið á hausinn . Spurning að leggjast í barneignir og flytja bara heim í fjörðin fallega .

Allaveg er þetta æðislegt fyrir ykkur þarna heima, við fáum bara að hafa góða veðrið í staðinn

Kærar kveðjur heim í Fjarðabyggð

Já og innilega til hamingju með frábæra frammistöðu í prófunum.

Svava Rós Alfreðsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 10:40

3 Smámynd: Úrsúla Manda

Vá þurfið þið bæði að senda með þeim fyrir morgunmat og hádegismat?! Það er ekkert smá! En já alveg á hreinu að það kæmi best út fyrir ykkur að flytja bara hingað heim  alveg greinilega. Iss hvað er smá sól... þú færð sko Austfjarðaþokuna beint í æð hérna

Úrsúla Manda , 10.6.2008 kl. 11:14

4 identicon

Já þetta er glæsilegt! Við förum á hausinn í vetur með þrjú börn á leikskóla/dagmömmu aldri og það kostar 100.000 kall á mánuði!

Júlía (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 13:14

5 identicon

Já þetta fyrirkomulag hlýtur að ýta undir barneignir

Spurning að fara leggja í afturhahah

En Súla mín. Það er greinilega ofsa langt á milli okkar núna, því það er allt of langt síðan ég sá þig og þína. Hlaupabóla á mínu heimili þannig að þú getur kíkt

Guðlaug (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 15:13

6 identicon

Þetta er náttúrulega bara snilldin ein.Það er ótrúlegt hvað þetta er ólíkt á milli landa (ólíkt á milli landshluta líka en..)svona er þetta hjá þér, í Noregi sé ég að þetta er dýrt, sbr.að ofan, og hér er þetta svakalega dýrt líka. Margir leikskólar hér vilja ekki börn ef þau eru á bleium og ef þau eru á bleium þá borgar maður extra fyrir það.Vikan á hjá dagmömmunni hans Eyjólfs kostar 27þús krónur. Við vorum heppin þó með leikskólan hans því mánuðurinn þar kostar 9.200 en á móti kemur að hann fer 2 í viku, 2 1/2 tíma í senn. Þetta er misjafnt!!!

Gangi þér vel.

Svanfríður (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband