Leita í fréttum mbl.is

Hitt og þetta

Næ engu sambandi við bókina sem ég byrjaði á um daginn. Er komin með nokkrar til að lesa núna, þar á meðal Þúsund bjartar sólir. Ætla að byrja á henni á eftir. Lagði mig þegar ég kom heim úr vinnunni í dag og held að ég sé ekkert að fara að sofa á næstunni. Heimir ekki kominn heim ennþá, Ingibjörg farin að sofa auðvitað svo við Leó sitjum hér og bíðum eftir Desperate housewifes. 

Annars erum við farin að halda að kötturinn heldur sennilega að ég sé annaðhvort móðir hans eða konan hans. Svei mér þá. Ef ég yrði á hann byrjar hann að mala og mjálma, hann vill helst orðið sofa upp í hjá mér og þá annað hvort alveg klesstur upp að mér eða á koddanum mínum. Svo sleikir hann mig og nartar í mig, klessir trýninu upp að andlitinu á mér og ég veit ekki hvað og hvað. Núna liggur hann á bumbunni með höfuðið á bringunni á mér og steinsefur á hlið eins og ungabarn. Ég held að þetta sé ekki eðlilegt. Er viss um að hann lætur svona af því að ég er ólétt, svo þegar það verður búið vill hann örugglega ekki sjá mig.

Þjóðverjarnir töpuðu leiknum í dag. Alveg varð ég hissa. Get rétt ímyndað mér að Udo hafi verið brjálaður, bandbrjálaður! Annars fylgist ég ekkert með fótboltanum og gæti ekki verið meira sama um hann. Þakka Guði fyrir að Heimir er ekki fótboltafíkill, myndi aldrei meika það. Hugsið ykkur að sumir karlmenn taka sumarfríið sitt á þessum tíma, svo þeir missi ekki af neinum leik! Hjálpi mér, ég væri búin að sparka manninum öfugum út!

Ég er í fríi á morgun og mánudag. Svo það er fimm daga helgi hjá mér. Afmælið á laugardaginn og ætla ég að halda smá kaffiboð. Á sunnudaginn ætlum við svo upp í bústað og vera þar fram á þriðjudag. Mikið hlakka ég til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Vonandi verður kisa ekki afbrýðisöm þegar barnið kemur, Þú verður ekki svikin af Þúsund bjartar sólir.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 12.6.2008 kl. 23:49

2 identicon

Ég var að ljúka við "Áður en ég dey", mæli með henni sérstaklega fyrir okkur sem erum í hormónarússíbana, 10 klúta bók ;) 

Júlía (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 10:46

3 Smámynd: Úrsúla Manda

Er byrjuð og bókin er æði!

Já Júlía mig langar einmitt svo að lesa þessa bók, ásamt Rimlar hugans. Þarf að redda mér þeim tveimur.

Úrsúla Manda , 13.6.2008 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband