Leita í fréttum mbl.is

Betra er seint en aldrei =)

Jahérna hér, ég er bara ekki alveg að nenna þessu núna. Mikil bloggleiði að hrjá mig, kannski kemur andinn yfir mig ef ég byrja Wink 

Nú er ég að detta inn í 38. vikuna, vonandi eru bara 2 vikur eftir - EKKI fjórar. Var í skoðun í dag og kom allt vel út. Blóðþrýstingurinn fínn, kílófjöldinn á mér er enn innan eðlilegra marka og barnið er búið að lausskorða sig. Svo ég er bara kát Happy Ég á eftir að vinna á morgun og næsta dag og þá er ég hætt! Hlakka mikið til, er svona aðeins farin að þreytast þó ég sé alveg hress.   

Er tilbúin með ýmislegt fyrir komu barnsins. Vaggan kom í hús í dag, búin að kaupa fyrsta bleiupakkann, búin að þvo taubleiur og föt og svona hitt og þetta. Er núna að fara yfir leikföng og ungbarnadót til að hafa tilbúið í kassa. Sjálf er ég búin að fara til tannlæknis og fer í allsherjar yfirhollingu á fimmtudaginn til Rósu Daggar. Þá held ég að ég sé nokkurn veginn tilbúin í slaginn Cool

Er búin að lesa bókina Þúsund bjartar sólir. Mæli með henni. Hún er eiginlega bara alveg rosaleg. Get þó ekki gert upp á milli hennar og Flugdrekahlauparans. Þó þær séu líkar þá eru þær ólíkar. Hægt að gráta yfir þeim báðum. Elma lánaði mér svo Jaðiaugað og er ég að byrja á henni. Verð að redda mér bókunum Áður en ég dey, Kona fer til læknis og Rimlar hugans. Látið mig vita ef þið eigið þær.

Læt þetta gott heita í bili. Ætla upp í rúm að lesa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já heldurðu að þú náir shæningunni? Ég gerði þetta nákvæmlega eins og þú núna, ákvað að hætta á 38v+2d, var búin að panta mér tíma í dekri þrem dögum seinna en nei sama dag og ég hætti að vinna fór ég af stað. Þannig að ég fór bara ljót á fæðingardeildina ;) hehehe en það kom sko ekki að sök þar sem að ég eignaðist svo yndislegan strák! Ég fæ nú bara svona fæðingarfiðring með þér, allur sársauki gleymdur núna :)

Heiða Árna (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 08:22

2 Smámynd: Úrsúla Manda

Hahaha, já nei Heiða ég ÆTLA að ná sjæningunni - tek ekki í mál að fara af stað svona eins og ég er útlítandi  Ég hef ekki gleymt sársaukanum tæpum 3 árum síðar, en ég er nú samt búin að koma mér í þetta, svo það er víst ekki hægt að hætta við  

Úrsúla Manda , 24.6.2008 kl. 09:01

3 identicon

Hermann hló mikið af mér þegar ég fór að mála mig eftir að ég var búin að missa vatnið, síðan var hann alltaf að segja við mig í fæðingunni "viltu ekki að ég taki af þér úrið, en eyrnalokkana?" :)

Afhverju áttu ekki bókasafnskort, það er alveg málið!

Júlía Rós (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 09:48

4 identicon

ég

Þóra Matthildur (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 10:05

5 identicon

Ohhh ég var svo fúl að missa af sjæningunni minni, átti einmitt pantaða sjæningu á viku 39, þar sem ég átti von á 42 vikna meðgöngu var ég ekkert á stressa mig á þessu. Átti á 38. viku. Gerði sama og Júlía Rós, fór í bað og reyndi að tjasla smá í andlitið á mér hahahahha maður er svo Crazy ;-)

Vona þetta komi hjá þér STRAX eftir sjæningu elskan !!!

Þóra Matthildur (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 10:08

6 identicon

Ég gerði þetta líka, sjanaði mig til fyrir komu Natta. Bert sem er rólegur að eðlisfari spurði með þjósti; what! are you doing your eyebrows? NOW? kvúa...maður verður að vera fínn á nýjum afmælisdegi, ekki svo?:)

Þúsund bjartar sólir-æðisleg. Sammála þér. Þær eru ólíkar en mjög góðar báðar.

Njóttu þín eins og þú getur og hvíldu þig vel.kv.Svanfríður

Svanfríður (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 18:18

7 identicon

Vonandi eru bara tvær vikur eftir  Ég var að klára að lesa Kona fer til læknis og hún er ofur ofur ofurgóð, mæli eindregið með henni, ég skal senda þér hana ef þú vilt! En það er pottþétt að þegar þú færð hana þá ferðu af stað.... hehehe bara grín Hafðu það gott og njóttu dekursins hjá Rósu..

Halldóra Kristín (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 23:01

8 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Þú hefur þetta allt af! Þessar bækur sem þú nefndir eru allar til í bókasafninu. Hins vegar er það svo skrítið að bókasafnið er lokað vegna sumarleyfa! Vissulega eiga starfsmenn þeirra rétt á fríi en hvað findist okkur ef Ási lokaði búðinni af því að hann og Kolfinna væru að fara í útilegu?

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 26.6.2008 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband