Leita í fréttum mbl.is

38 vikur

Já nákvæmlega í dag og ég er ekki enn farin á fæðingardeildina... OG stelpur, ég náði sjæningunni Wink Reyndar held ég að ég sé ekkert að fara að eiga strax, og ég er eiginlega að vona að ég eigi ekki fyrr en eftir 6. júlí því þá er Salný komin úr fríi. Þannig að allar sléttar tölur eftir 6. til og með 18. eru í fínu lagi! Tek ekki þátt í að ganga með lengra en til 18. júlí, enda væri ég þá komin 8 daga framyfir settan dag. Þá vitið þið það. Ingibjörg hlýddi ekki fyrirmælum mínum árið 2005, en ég veit að þetta barn hlýðir mér, er alveg með það á hreinu Grin En annars finnst mér magnað að hugsa til þess að eftir mánuð verð ég orðin 2ja barna móðir.

Elma koma í fyrradag og færði mér Steinsmiðinn eftir Camillu Lackberg. Ég lagði því Jaðiaugað á hilluna í bili, ég beið nefnilega spennt eftir þessari og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Mjög góð bók. Hinar tvær eftir hana, Ísprinsessan og Predikarinn eru líka alveg frábærar.  

Í gær var síðasti dagurinn minn í vinnunni. Alveg er það nú ljúft. Er búin að hafa það svooo gott í dag og á morgun er ég að hugsa um að gera akkúrat ekki neitt!! Liggja í rúminu og lesa, horfa á tv og hafa það mjöööög gott Smile

Vona að þið hafið það líka gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja gott að þú ert orðin sæt og fín - þá er það bara að synda og labba, reyna að hrista aðeins upp í barninu ;) Annars ertu svo róleg að eðlisfari að ég held því miður að þú gætir þurft að bíða eftir því :/ en krossum samt fingurna að það gerist nú ekki!

Heiða Árna (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 08:15

2 identicon

Ég held að barnið komi 20 júlí!

Júlía Rós (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband