28.6.2008 | 22:19
Bananabrauð
Við hjúin erum bara tvö hér í kotinu, Ingibjörg er hjá ömmu sinni og afa. Ætlum nú að fara að horfa á myndina P.S. I love you, sem þýðir að ég er að fara að pína Heimi til þess. Ég las bókina þegar ég var ólétt af Ingibjörgu og ætla ekki að segja ykkur hvað ég grét rosalega yfir henni. Vona að myndin sé líka góð.
Gerðum heilan helling í dag og var vaggan meðal annars sett saman. Ég reif allt af rúminu og þvoði meira að segja pífuna, undirlakið og allt sem hægt var að þvo. Hreiðurgerð... I know. Á morgun ætlum við að taka bílsskúrinn í gegn, en ég er búin að vera að bera dót þangað sem var á háaloftinu hjá mömmu og pabba. Ýmislegt fyndið sem ég er búin að finna og ætla að halda í. Er alveg hrikaleg í að henda svona, þ. e. a. s. ég get engu hent! Gæti hreinlega dáið drottni mínum þegar ég er að skoða gamlar skólamöppur, allar útkrotaðar í I love þennan og I love hinn Bara gaman. Heimi finnst ég hinsvegar frekar hallærisleg
Ég bakaði bananabrauð í dag. Fékk uppskriftina á síðunni hennar Sigrúnar. Og þar sem ég er ekki mikið fyrir að vera að baka bollur, brauð eða annað svoleiðis þá get ég lofað ykkur að þetta er einföld uppskrift. Skelli henni hérna inn fyrir ykkur:
Bananabrauð.
1 bolli sykur. 2 bollar hveiti. 1 tsk lyftiduft. 1 tsk natron. 2 bananar.
Þurrefnunum blandað saman og bananarnir stappaðir saman. Þeir svo settir saman við þurrefnin og hnoðað saman þangað til þetta er orðin bolla. Bakað við 180 gráður í 1 klst.
Svakalega gott og svakalega einfalt!
Ætla að fara að horfa og prjóna.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Vá hvað við erum samtaka ;o) var að horfa á P.S I love you, ohhhh mér fannst hún æði, þvílíkt bjútí þessi maður, ég grét og hló og allan pakkan. Þú ert greinilega núna að fá þessa "rétt fyrir fæðingu" orku, taka bílskúrinn í gegn og þrífa á fullu.
Gangi þér vel í fæðingunni, hugsa til þín
kv Dísa
Hanna Dísa (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 00:29
Ég las bókina p.s. ... og fannst hún allt í lagi. Of mikil endurtekning fyrir minn smekk.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 29.6.2008 kl. 00:31
Við horfðum á P.S. I love you í gær og ég grét alla myndina, alveg ferleg og ekki bæta hormónarnir ástandið.
Júlía Rós (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.