Leita í fréttum mbl.is

Hvíld

Ég svaf fram að hádegi í dag (bara að láta ykkur vita Wink) eftir að feðginin voru farin í morgun, frekar ljúft. Drattaðist þá á fætur og fór í skoðun. Allt kom vel út og er barnið búið að skorða sig Happy mikið var ég glöð.

Fór á bókasafnið með Elmu í dag. Fyrsta skiptið sem ég kem á nýja bókasafnið sem er rosalega flott! Endaði á að taka 8 bækur, en nú er komið sumarfrí á safninu. Ég fékk Rimlar hugans en hinar tvær sem ég er svo spennt fyrir voru ekki inni. Les þær seinna. 

Við horfðum á myndina P.S. I love you, get lítið annað sagt en að ég hafi gjörsamlega grátið úr mér augun og þakkaði Guði fyrir að Heimir var heima. Stundi upp í miðjum ekkasogunum að ég væri ekki að höndla þessa mynd og bað hann að sækja fyrir mig heila klósettrúllu. Ég var bara miður mín. Það er langt síðan ég hef grátið svona rosaleg yfir mynd eða bók, svei mér þá - spurning hvort það hafi nokkuð verið síðan ég horfði á Titanic í fyrsta skipti (ekki það að ég græt alltaf þegar ég horfi á hana) en þá var ég með ekka í langan tíma eftir að myndin var búin. Svakalegt!

Við mamma erum að fara upp í Egilsstaði á morgun. Ég er að fara með köttinn til dýralæknis. Nú á að örmerkja hann og ormahreinsa. Ég ætlaði auðvitað að láta gelda hann í leiðinni, en hann verður ekki geldur fyrr en í haust. Læknirinn sagðist ekki gelda ketti fyrr en um 8 mánaða aldur, hann verður því bara fjörugur þangað til Wink

Er farin upp í rúm að lesa - góða nótt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smilla

græturðu ALLTAF þegar þú horfir á Titanic? Damn, ég hlýt að vera með hjarta úr ÍS og steinsteipu því ég grét ekki í fyrsta og EINA skiptið sem ég sá hana. Skil bara ekki að það sé hægt að horfa á hana í annað skipti...hvað þá fleiri

En gúdd lökk með kisa litla á morgun. 

Smilla, 1.7.2008 kl. 00:19

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Það er hollt að gráta en ekki úr sér augun. Verður það ekki á þriðjudaginn?

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 1.7.2008 kl. 11:48

3 identicon

Datt í hug að kíkja hingað inn og athuga stöðuna á ykkur. Bara fyndið að þú skulir hafa grátið svona yfir p.s. i love you, því ég og Unndís fórum á hana í bíó í síðustu lotu og oh my god sem betur fer kom Unndís með tissjú til að gráta í, það fossaði einfaldlega frá okkur. Held ég hafi sjaldan skammast mín jafn mikið í bíó, en myndin er bara yndisleg. Gangi þér vel á síðustu metrunum Úrsula mín.

Kveðja frá Eyjum, Hulda Birgisd

Hulda í E-hópnum. (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 15:26

4 Smámynd: Úrsúla Manda

Jú Elma, ég er til í þriðjudaginn!

Sigurlaug, þú ert pottþétt með hjarta úr ís ef þú grætur ekki yfir Titanic! Ég meina setningar á borð við: I'll never let got Jack.. trúi ekki öðru en að hún hafi hreyft við þér Og jájá ég hef ekki tölu á því hve oft ég hef séð hana, finnst hún æði.  

Gaman að fá comment frá þér Hulda, takk fyrir kveðjuna. Já þessi mynd er rosaleg í einu orði sagt!

Úrsúla Manda , 1.7.2008 kl. 21:23

5 Smámynd: Þóra Elísabet Valgeirsdóttir

Ég verð greinilega að taka þessa mynd og ath hvort að hún hreyfi eitthvað við mér  En kannski að ég bíði eftir að Ingvar komi í land og horfi á hana með honum ha ha ha. DJÓK!  Ég held að það væri ekki séns að fá hann til þess! En aldrei að vita.

kveðja Þóra. 

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 1.7.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband