Leita í fréttum mbl.is

1. júlí...

- en þegar ég lít út um gluggann gæti alveg eins verið 1. október. Þvílíkt veður!! Það mígrignir, ógeðslegt rok, skítakuldi og hreinlega myrkur úti. Er alveg komin með leið á þessu sko. En mér var sagt að það ætti að vera fínt um helgina, er ekki að trúa því núna í augnablikinu.

En við mamma fórum í héraðið í dag. Gekk vel með köttinn, fannst nú samt frekar óhugnalegt þegar örmerkingunni var sprautað í hnakkadrambið á honum. En hann fann nú ekkert fyrir þessu, kipptist ekki einu sinni til. Eins gott að Heimir fór ekki með hann, það hefði sjálfsagt liðið yfir hann - án gríns! Þetta var engin butterfly nál, neinei bara eins og prjónn númer 6. Ojj! Annars þræddum við búðirnar á Eg. og fengum okkur að borða. Hrikalega góðar pizzurnar í KHB sjoppunni. 

Hulda nágrannakona úr Gauksmýrinni kom færandi hendi áðan. Fjórir kleinupokar takk fyrir!! Já það er gott að eiga góða granna Smile Skulum hafa það á hreinu að hún gerir bestu kleinur í heimi! Er búin með hálfan poka og uppsker auðvitað bara brjóstsviða. En mér er alveg sama, hann er vel þess virði núna. Allar birgðirnar komnar í frysti svo nú á ég alltaf glænýjar kleinur þegar ég vil, jummí!

Best að fá sér eins og eina Rennie og fara svo í rúmið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smilla

Þú verður að hafa gott veður á austurlandi ef ég á að heimsækja þig í sumar

Smilla, 2.7.2008 kl. 02:19

2 identicon

Trúðu mér Úrsúla...þú vilt frekar vera í svalanum og rigningunni heldur en hitanum hér fyrir sunnan,sérstalega þegar maður er orðin svona vel á sig komin eins og við.Ég er að segja þér ég sef varla fyrir hita.

Hafðu það gott

kv Jóhanna 

Jóhanna Katrín Guðnadóttir (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 13:12

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Þetta veður hefur gert mig þunglynda og er alvarlega að hugsa um að skreppa út fyrir landsteinana - aftur!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 2.7.2008 kl. 15:55

4 identicon

Ef ég hefði vitað að þú hefðir ætlað að horfa á P.S I love you þá hefði ég ráðið þér frá því svona á meðgöngunni því þá er maður svo hrikalega meyr eitthvað. Myndin er mjö mjög góð, þar er ég sammála.

Það er gaman að sjá hvað þú ert glöð í skrifunum þínum:) Gangi þér vel, Svanfríður.

Svanfríður (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband