3.7.2008 | 22:32
39 vikur
Og ég er enn ólétt ekki svosem að ég hafi búist við einhverju öðru, ég er nú bara róleg. Er mjög sátt við að þetta komi í næstu viku, á settum tíma. Ég held áfram að hafa það gott og stautast svo í hinu og þessu inn á milli. Var einmitt að gera lista yfir það sem ég vil vera búin að gera áður en að þessu kemur.
Fartölvan mín sem við keyptum í DK í haust er farin í viðgerð. Ég er ekki kát! Sit núna með gamla garminn og pirra mig endalaust á þessu. Skjárinn er eitthvað bilaður og núna undir það síðasta kom ekki neitt, tölvan kveikti á sér en skjárinn bara svartur. Arghh. Vona að þetta taki ekki rosalega langan tíma. Verst að ég var búin að sækja mér 3ju seríuna í Desperate housewifes sem ég á eftir að sjá og nú er hún bara föst þarna inni
Jæja ætla að hætta að pirra mig á þessu, ekki gott að fara svekkt í rúmið! Góða nótt.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Hættu að pirra þig á smámunum, tölvan mín er líka biluð, þ.e.a.s. borðtölvan sem ég nota nánast alveg. Fartölvan sem ég er að nota núna er alveg ágæt en ég er bara með svo mikið af gögnum sem ég nota daglega í hinni. Hugsaðu þér, hvað hefðiru verið að gera fyrir tíma tölvunnar? Ég er t.d. að horfa á leik Kúbu og Þýskalands í heimsmeistarakeppninni í blaki kvenna. Jafn og skemmtilegur leikur sem er alveg í járnum, en til þessa hefur Kúba haft höfuð og herðar yfir Þýskaland, en það virðist ekki vera núna.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 4.7.2008 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.