6.7.2008 | 23:09
Helgin
Aldeilis búin að vera fín helgi hjá okkur. Ýmislegt sem við náðum að klára, Heimir reif t.d. upp hellurnar fyrir neðan hús og tók allan gróður og lagði þær svo aftur og ég náði að gera ýmislegt sem ég var komin með á miða. Nú er kominn nýr miði sem ég dunda mér við í vikunni. Það sem stendur upp úr er heimsókn sem við fengum í gær, en Sigurlaug vinkona og fjölskylda komu til okkar. Hún hætti sér því enn og aftur í gegnum Oddskarðsgöngin til að hitta mig Nota bene, henni finnst þau hræðileg! (Sem þau auðvitað eru). Já það var voða gaman að hitta þau og áttum við saman góða stund. Aldrei þessu vant skein sólin hér í gær, ásamt smá þoku reyndar. En í dag er búið að vera þoka svo ekki hefur sést í fjöllin, takk fyrir pent!
Eins og ég hef áður talað um hef ég haft áhyggjur af því að Ingibjörg vill bara gera nr. 2 í bleiu. Nú hefur hinsvegar orðið breyting á Ég ákvað að bjóða henni koppinn þar sem hún hefur harðneitað að gera þetta í klósettið, og viti menn hún tók því Það virðist því ætla að rætast það sem ég hafði að markmiði, að hún yrði hætt með bleiu áður en annað barnið kæmi! Íhhaaa - bara gleði hér á bæ Nú þarf ég bara að passa að hún festist ekki á koppnum næsta árið, skelli henni á klósettið von bráðar!
Annars er komið að kvöldi 6. júli svo ég næ Salný Nú stefni ég á þriðjudaginn, 08.07.08 - finnst það bara flott (efa þó að það verði, en hvað veit maður). Síðasta vikan hjá Ingibjörgu í leikskólanum fyrir sumarfrí en hún byrjar aftur daginn eftir afmælið sitt, eða þann 19. ágúst.
Ætla nú upp í rúm að klára Steinsmiðinn. Góða nótt.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Já við búum okkur bara undir þriðjudaginn, ekki satt. Var ég búin að segja þér að ég spái s.v. átt innan fárra daga? Hélt fyrst að hún kæmi ekki fyrr en eftir helgi en ég held að hún verði fyrr á ferðinni. Þokan burt.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 7.7.2008 kl. 00:26
Vá þetta er bara að skella á, við förum á sunnudaginn þannig að barnið verður bara að fara að láta sjá sig
Brynja (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 10:49
Hey, ég er að lesa Predikarann:) var samt bara að byrja, er nýbúin með Ísprinsessuna.. fyndið að byrja að lesa Predikarann þar sem Erica er komin akkurat jafn langt á leið og ég:) góðar bækur! Steinsmiðurinn bíður síðan uppi í hyllu..
Gangi þér annars vel og vonandi fer þetta bara að koma:)
Tek undir með Elmu, þokuna burt! Það má alveg fara að koma sumar..
Ragna (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 12:42
Já Ragna þessar bækur hennar eru alveg frábærar! Steinsmiðurinn finnst mér vera bestur og svo bíð ég spennt eftir næstu bók hennar.
Brynja já það er spurning hvort þið náið þessu
Úrsúla Manda , 7.7.2008 kl. 20:20
Hæ hæ
Bara að fylgjast með Þetta fer að styttast.
Gudlaug (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 22:38
Komasvo!!
Júlía Rós (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 15:02
Muna bara að rembast!!
Svanfríður (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 18:47
Er ekkert að gerast þarna??? Fer inn á síðuna mörgum sinnum á dag og ath. hvort að stelpan sé komin ;)
Heiða Árna (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.