Leita í fréttum mbl.is

Jæja

Já þá eru komnir 6 dagar framyfir hjá mér. Ég vaknaði reyndar í nótt við verki og hugsaði með mér að ég yrði kannski bara búin að eiga í dag, en svo var nú ekki. Skoðun á morgun og þá er spurning hvort belgjalosun hafi eitthvað að segja. Vonandi. Annars fer þetta nú að styttast - nema ég verði bara eins og fílarnir og gangi með í ár. Hver veit Tounge 

Ingibjörg fór upp í bústað með ömmu sinni og afa í kvöld. Hún var voða spennt. Þau ætla að vera fram á fimmtudag, nema að ég hringi Wink Það er nú gott að vita að þau eru ekki í nema rétt klukkutíma fjarlægð, ekki lengi að bruna niðureftir.

Annars langar mig að koma einu á framfæri. Ég las færslu hjá einni bloggvinkonu minni þar sem hún skrifar um hvað fólk er lélegt að kvitta fyrir komu sína og er að velta því fyrir sér að læsa síðunni sinni svo ókunnugir (sem aldrei skilja eftir sig spor) geti ekki lesið um hennar hagi. Ég gæti bara ekki verið meira sammála. Nú koma yfir 200 gestir á síðuna mína á hverjum degi og það eru ekki margir sem kvitta. Ég veit að sumir koma oftar enn einu sinni og oftar en tvisvar, en nú hef ég ákveðið að ef ég fæ ekki X mörg kvitt núna við þessa færslu þá mun ég hætta að blogga! Svo einfalt er það. Ég bara nenni ekki að blogga svo "allir" geti lesið og skilji ekkert eftir sig. Nema jú að ég bara læsi síðunni.

En þá viti þið það. Ætla upp í rúm að lesa. Er alveg að gefast upp á bókinni Rimlar hugans en ég á nú ekki mikið eftir svo ég ætla að klára hana. Bið ykkur vel að lifa þangað til næst... ef það verður þá eitthvað næst Sideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi hefur það eitthvað að segja að hreyft verði við belgnum! Það svínvirkaði hjá mér þegar ég gekk með Patrek:) Það var hreyft við belgnum þegar ég var komin 9 daga fram yfir og ég fór af stað strax nóttina eftir:) Þannig að vonandi mallar þetta í gang hjá þér á morgun eða hinn! Ég skal krossa bæði putta og tásur fyrir þig..

Ég er að lesa Steinsmiðinn núna og nýt þess að lesa hvert einasta orð:) Þvílíkur snilldar rithöfundur! Ég vona að þeir fari að þýða meira eftir hana, mér skilst að hún sé búin að skrifa 2 bækur í viðbót?

Það eru eiginlega bara Camilla og Arnaldur sem ná mér svona gjörsamlega á fyrstu bls.. en samt ekki alltaf Arnaldur.. Var t.d. alltaf alveg við það að gefast upp á Bettý.. og svo á ég eftir að lesa Konungsbók, en það er eina bókin hans sem ég á eftir að lesa.. Fannst reyndar 2 síðustu bækurnar hennar Yrsu líka rosalega góðar..

Jæja bla bla bla.. ég skal hætta..

Gangi þér vel sæta:)

Ragna (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 00:48

2 Smámynd: Smilla

Vonandi virkar þetta á morgun...voða pirrandi að ganga svona fram yfir tíma.

En þetta með kvittið er eiginlega ótrúlegt...þó maður læsi síðunni og viti nákvæmlega hverjir lesa þá eru það alltaf þeir sömu sem kvitta...hinir steinþegja bara áfram þarna á bakvið. Það er samt ákveðin huggun í því að vita hverjir eru að lesa þegar maður gefur lykilorðið sjálfur. En það er bannað að hætta að blogga!!

Smilla, 16.7.2008 kl. 01:34

3 identicon

Já ætli ég sé ekki búin að fara svona 10 sinnum inn á dag til að tékka hvort að þú sért búin að eignast stelpuna ;) En ég kvitta nú alltaf annað slagið...

Svo ég blandi mér inn í bókaumræðuna þá er ég alltaf að reyna byrja á Flugdrekahlauparanum....en fyrstu bls eru ekki alveg að ná mér...vonandi kemur það. Skilst að það eigi að vera hörkubók. Á ennþá eftir að lesa nýjustu Arnalds bókina, algjört framtaksleysi bara að vera ekki búin að fá hana lánaða hjá mági mínum. Annars er ég svo seinþroska og er að lesa Ísfólkið í augnablikinu, bækurnar sem að bekkjarsystur mínar voru að lesa í 7. bekk ;)

Koma svo...

Heiða Árna (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 08:40

4 identicon

Ég kíki alltaf öðruhvoru hingað inn - og reyndar óvenju oft þessa síðustu daga.

Gangi þér vel í átökunum sem eru framundan. 

Steinunn Þóra (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 08:48

5 identicon

Núna hlýtur þú bara að fara af stað, ég hef enga trú á að þú gangir svo langt framyfir. Annars var ég nú farin að halda að þú værir bara farin af stað fyrst það var engin færsla frá því 11. júlí en svo sá ég komment á síðunni hjá Sigrúnu og sá að ég hafði ekki misst af neinu:)

Annars er ég algjörlega ósammála þér með bloggið. Ég skil vel að sumir vilji halda sínu bloggi læstu fyrir sína nánustu vini og fjölskyldu eða vilji hafa stjórn á því hverjir lesa. Sjálfri finnst mér bara gaman að fólk geti villst á síðuna mína og ég annara og svo getur maður haldið áfram að lesa ef maður hefur áhuga. Ójá.

Jóhanna (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 08:54

6 identicon

Vúppsííí

Ég kíki OFT, en kvitta nú ekki alltaf, en stundum . Er reyndar líka búin að kíkja EXTRA oft síðustu daga af hreinni umhyggju og forvitni  það er alltaf svo spennandi þegar einhver á von á sér.

Ég er reyndar á móti því að bloggsíðum sé harðlæst en mér finnst rosa sniðugt að setja inn vísbendingu um lykilorð þannig að þeir sem "þekkja" mann geti kíkt en enginn annar. En þetta er auðvitað bara hvers og eins að ákveða

EN GANGI ÞÉR ROSALEGA VEL Á LOKASPRETTINUM, NÚ HLÝTUR ÞETTA BARA AÐ FARA AÐ KOMA. Sendi þér góða strauma!

Það er allavega max vika eftir

Kærar kveðjur frá Norge 

Svava Rós Alfreðsdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 09:56

7 identicon

Sælar.. ég kvitta ekki í hvert skipti en stundum þó.. nú skal ég vera duglegri:)  Gangi þér vel!

Kv Auður 

Auður Þorgeirs (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 10:32

8 identicon

Hm ég fann síðuna þína einhverstaðar man ekki hvar. Er ekki mikið fyrir að lesa bloggsíður en þú skrifar svo skemmtilega. Svo gaman að lesa eftir þig. En ég er sek og skal passa mig núna að kvitta. Kem oftast og les nokkrar færslur í einu. En kvitti kvitt og gangi þér vel að eiga barnið sem hlýtur að fara koma. Kveðja Hólmfríður ( systir Óla Vals)

Hólmfríður Jóns (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 11:08

9 identicon

Elsku Úrsúla

Ég kem stundum hingað inn og játa að ég kvitta ekki

Auðvita kemur maður oftar núna þegar spennan er mikil

Gangi ykkur bara vel þegar bumbubúi er tilbúinn

Anna Bj (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 12:23

10 identicon

Hæ hæ :o)  Ég kíki annað slagið á síðuna þína, rambaði hér einhvertímann inn á flakkinu um veraldarvefinn og fannst þú eitthvað svo einlæg og létt og þá langar manni að kíkja aftur;o)

Vona að barnið fari nú að láta sjá sig og gangi þér/ykkur vel:o) Held ábyggilega áfram að kíkja hér inn ef þér er sama:o)

Bestu kveðjur Sigga Þorg.

Sigga Þorg. (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 12:38

11 identicon

Sæl Úrsúla,

Nú þorir maður ekki öðru en að kvitta þar sem maður kíkir hingað inn alltaf öðru hverju. Nú bíður maður bara spenntur að fá fréttir af nýju barni sem kemur nú vonandi á næstu dögum.

Hafðu það alveg rosalega gott.

Kv. Anna Kristín

Anna Kristín Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 15:11

12 identicon

Ég kíki 3-4x í viku... kvitt, kvitt

 Kv. Sunna

Sunna (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband