Leita í fréttum mbl.is

Vísitölufjölskyldan

Ég ætla nú að byrja á að þakka ykkur öllum fyrir kveðjurnar, bæði hér og á barnalandinu. Ég fór nú bara að vola yfir öllum fallegu orðunum ykkar... en ég má það nú líka alveg núna Wink

Er að hugsa um að segja ykkur í grófum dráttum frá þessu öllusaman, fyrst þið fenguð næstum því að fylgjast með útvíkkuninni í beinni Grin En þetta gekk semsagt allt saman eins og í sögu. Ég hringdi í Salný um þrjúleytið til að athuga hvort við gætum hisst og tékkað á stöðunni á mér. Það var lítið mál og mættum við klukkan hálf fjögur. Þá var ég semsagt komin með um 9 í útvíkkun og allt á réttri leið. Heimir hringdi í mömmu og bað hana að drífa sig til okkar, en þau höfðu brunað úr bústaðunum um hádegið. Eftir ca. klukkutíma var ég farin að rembast og klukkan 16:56 skaust drengurinn í heiminn. Ég ætlaði eiginlega ekki að trúa því hversu fljótt þetta gekk fyrir sig og erum við alveg í skýjunum. Ég hugsaði þegar ég fékk rembingsþörfina, já okey, þá eru svona 2 tímar eftir, og var ekki að kaupa það þegar Salný sagði að ég yrði örugglega búin fyrir 17. En hún hafði á réttu að standa. Man líka að hún sagði að ég yrði að klára þetta fyrir kl. 17, svona til að vera áfram í sléttu tölunum Tounge Og það tókst. Er líka afar sátt við afmælisdaginn, 16.07.08. Bara flott.

En litli kútur er sko alveg fullkominn í alla staði. Hann var nákvæmlega jafn stór og þungur og systir hans, 14 merkur og 51 cm. Okkur finnst hann nú líkur henni þegar hún var svona glæný, nema hann er ekki jafn dökkur yfirlitum og hún var. Ég held líka að ég eigi svolítið í honum, eða ég tel mér allavega trú um það Wink Ingibjörg er alsæl með bróður sinn. Segir að þau séu vinir. Hún bað um að fá að halda á honum í dag og gekk það vel hjá henni. Sagði svo eftir smá stund: úfff hann er þungur Smile Það verður spennandi að fylgjast með henni næstu daga.

Ég er enn á sjúkrahúsinu í góðu yfirlæti en við förum heim á morgun. Það er sko óhætt að segja að það er hugsað vel um mann hér, þetta er bara eins og 5 stjörnu hótel. Mér fannst svaka fínt að eiga á Lansanum, en guð hjálpi mér ef ég miða það við þessa veru hér, þá var það eins og að eiga í fjósi! Salný er líka alveg eðall, svo restin af börnunum mun ég eiga hér með Salný mér við hlið Wink

Jæja þá hafi þið fengið það helsta. Ég ætla að fara að sofa og hvíla mig með litla kút. Takk enn og aftur fyrir kveðjurnar. Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju Þetta er frábært. Gott að gekk vel.

Kv MK

María Katrín (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 00:42

2 identicon

Æðislegt Úrsúla, skemmtileg fæðingarsaga....greinilega ekkert stress í gang við þessa fæðingu, bara næstum því byrjuð að rembast áður en þú fórst á sjúkrahúsið!! Þægilegt að hafa það bara tvær mínútur í burtu. Gangi ykkur vel í framhaldinu :)

Heiða Árna (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 08:39

3 Smámynd: Þóra Elísabet Valgeirsdóttir

Skemmtilegt að lesa fæðingarsöguna. Enda gekk þetta eins og í sögu

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 19.7.2008 kl. 10:52

4 identicon

Þetta hefur greinilega verið hin fínasta fæðing hjá þér, bara farin að tala um frekari fæðingar á öðrum degi eftir fæðingu :) Gangi ykkur vel!

Júlía Rós (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 21:16

5 identicon

Elsku Úrslúla Heimir og Ingibjörg Ásdís

Innilega til hamingju með litla prinssinn..Frábært að lesa hvað allt gekk vel.. Ingibjörg verður bara flott stóra systir :O)

Kveðja úr borginni Sigga Magga og co

Sigga Magga Stebbi og strákarnir (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 10:36

6 identicon

Þetta hefur bara verið draumafæðing:0) Vona að þetta gangi svona vel hjá okkur líka.. hehe hefði allavega ekkert á móti því að þetta tæki svona stuttan tíma..

Voða róleg að koma upp á sjúkrahús og svo bara komin 9 í útvíkkun.. æðislegt:) til hamingju aftur!

kv, Ragna 37 vikur

Ragna (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 13:46

7 identicon

Úpps, ! þori ekki öðru en að kvitta vel og rækilega :) Enn og aftur til hamingju með prinsinn.

Sjáumst! og kveðjur

Þorgerður (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 16:27

8 Smámynd: SigrúnSveitó

SigrúnSveitó, 22.7.2008 kl. 20:44

9 identicon

Innilegar hamingjuóskir þið öll með prinsinn.. flott að þetta gekk svona vel :) Knúsíkremju á ykkur öll..

Ps.. hún móðir mín er ekkert að segja manni fréttirnar sko..

bestu kveðjur frá Álversbæ..

Jóhanna Malmquist og co

Jóhanna Dreifbýlistútta (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 14:21

10 identicon

Frábært!

Gangi ykkur allt í haginn!

Auður (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 11:46

11 identicon

Má maður kvarta núna? :) Hvenær kemur fyrsta tveggja-barna-móðir bloggið, þeas eftir að þú komst heim.....?? tíhíhhhhhiiii kv frá Egs.

Heiða Árna (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband