Leita í fréttum mbl.is

Hér er ég

Þá er ég búin að taka mér mánaðarpásu eða svo, og var það bara ósköp ljúft.

Hér gengur allt ljómandi vel. Drengurinn dafnar vel, orðinn mánaðargamall blessaður og blæs hreinlega út. Hann er orðinn 5,2 kg 4ra vikna - Ingibjörg var 5,6 kg þegar hún var 9 vikna Smile Óhætt að segja að hann blómstrar hreinlega. Hann er voða vær og góður, og auðvitað alveg yndislegur. Ingibjörg er svakalega góð við hann og segir öllum voðalega stolt, að hún sé stóra systir og eigi lítinn bróður Smile Það hefur ekkert bólað á neinni afbrýðissemi hjá henni, ekki ennþá alla vega.

Við ætlum að skíra 11. september, en það er einmitt dagurinn sem Ingibjörg var skírð og ég líka. Séra Svavar ætlar að mæta og skíra drenginn - að sjálfsögðu Wink 

En daman á bænum verður 3ja ára núna á mánudaginn. Já tíminn líður sko hratt, eftir þrjú ár byrjar hún í skóla! Pakkarnir farnir að streyma í hús og hef ég skellt þeim strax inn í fataskáp svo hún sjái þá ekki... og þá freistast ég ekki heldur til að rífa þá upp Tounge Leikskólinn byrjar svo á þriðjudaginn og verður voða gott þegar allt kemst í eðlilegt horf aftur. Nú er verið að reyna að rétta svefntímann af, fyrr að sofa og fyrr á fætur. Það gengur hinsvegar ekkert of vel. Nú svo fer skólinn að byrja hjá mér. Ég skráði mig í fullan skóla, semsagt þrjú námskeið. Ég ætlaði bara að taka tvö námskeið, en svo var bara svo spennandi námskeið í boði núna sem heitir Trúarbragðafræði og trúarbragðakennsla, að ég bara varð að skrá mig í það líka. Ég sé svo bara til hvort mér finnist þetta of mikið og minnka þá við mig. Kemur allt í ljós.

En já það er semsagt allt gott að frétta og líður mér vel að vera orðin tveggja barna móðir Happy Heimir er enn í fæðingarorlofi og verður það út ágúst. Hann er reyndar að fara til Grænlands í næstu viku á hreindýraveiðar og verður hann viku í burtu. Það verður skrítið að vera ein með þau bæði, en ég á nú góða að svo það verður ekkert mál.

Læt þetta duga í bili. Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Úrsúla mín...gaman að sjá frá þér póst og gott að sjá að allt gengur vel. Gangi þér vel í því sem þú ætlar að gera í vetur en ekki fara offörum (ég veit þú gerir það ekkert) Njóttu þín og gullanna þinna. Kærar kveðjur úr Cary,Svanfríður.

Svanfríður (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 01:54

2 identicon

Velkomin aftur, gaman að fá skrif frá þér í brjóstaþokunni :) Til hamingju með stóru stelpuna þína á morgun.

Júlía Rós (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 19:29

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Gaman að heyra af ykkur.

Gangi ykkur allt í haginn

SigrúnSveitó, 17.8.2008 kl. 22:16

4 identicon

Gaman að heyra hversu vel gengur hjá ykkur.

Steinunn Þóra (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 22:27

5 identicon

En gaman að heyra fréttir af ykkur. Það er líka greinilegt á myndunum að sá litli blómstrar. Það er víst í tísku á þessum aldri að safna undirhökum.

Og innilega til hamingju með hana Ingibjörgu í dag!

Jóhanna (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 08:30

6 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Innilega til hamingju með litla prinsinn  Hef lítið verið á blogginu í sumar en nú þegar maður er komin heim og sestur niður til að skoða nýju heimasíðurnar okkar í ´HÍ, þá skellir maður sér nú og skoðar hjá bloggvinum...

Við sjáumst svo í skólanum eftir smá tíma...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 18.8.2008 kl. 12:36

7 Smámynd: Smilla

Til lukku með skvísuna

Smilla, 18.8.2008 kl. 14:34

8 identicon

Gaman að sjá þig aftur á veraldarvefnum og greinilegt að allt gengur í fínt. Það verður brjálað að gera hjá þér með skólann, nýtt barn plús stóra barnið :) Þá er bara að skipuleggja sig!

kv frá Egs

Heiða Árna (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 20:19

9 identicon

Til hamingju með dótturina í dag, gleymi nú ekki þessum degi þar sem hún Marín mín á einmitt afmæli líka

knús Dísa 

Hanna Dísa (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 22:43

10 identicon

Það er mikið að þú komst þér af stað aftur. Nú heimta ég blogg daglega - eða minnsta kosti annan hvern dag. Til hamingju með daginn.

Hulda Elma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 22:52

11 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Heyjó  Við unnum - eins og ég bjóst líka alveg við

En í sambandi við skólann, ég tek ekkert í sagnfræðinni núna, tek þroskasálfræðina og nám og kennsla unglinga núna, - læt það duga út af ýmsum ástæðum, en tek á vorönn einhverja söguáfanga... hringdu bara í mig ef ég get eitthvað gert fyrir þig fyrir sunnan -

861-1966

kv. Badda

Bjarney Hallgrímsdóttir, 20.8.2008 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband