23.8.2008 | 22:41
Stuð og spenna
Þarna var ég í gærkvöldi http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/08/22/haldid_upp_a_sigurinn/ með bæði börnin og mömmu og pabba. Ferlega skemmtilegt. Þegar dimma tók var kveiktur varðeldur og spilað á gítar og sungið. Voða gaman.
Ég sit hér og berst við drenginn. Er að reyna að láta hann taka snuð! Hann liggur pollrólegur í ömmustólnum, japlar á snuðinu í örfáar sekúndur og spýtir því svo út úr sér. Og þetta endurtekur hann aftur og aftur. Virðist ekki fatta það að hann eigi að sjúga þetta apparat. Spurning að útbúa eitthvað unit til að halda snuðinu uppí honum. Verður gaman að vita hvort hann verði eins og systir hans, en hún fór að nota snuð þegar hún hætti á brjósti 9 og hálfs mánaða.
Annars er ég með í maganum yfir leiknum í fyrramálið. Jeminn þetta verður spennandi. Vona að þið, öll sem eitt vaknið til að fylgjast með. Og enn og aftur segi ég, hugsið ykkur ef við vinnum, spáið í það! Þessi litla þjóð
ÁFRAM ÍSLAND!!
Góða nótt og sofið rótt.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.