26.8.2008 | 23:05
Haustið komið
Jedúdda mía finnst ykkur síðan mín ekki orðin fín?! Svakalega er ég ánægð með hana gaman að breyta svona aðeins til.
Haustið er komið. Er alveg með það á hreinu. Reyndar búið að vera fallegt veður í dag, en það er kominn svona hryssingur í loftið. Týbískt haust.
Heimir kom til landsins í kvöld, alsæll með þessa ævintýraferð til Grænlands. Ég hlakka til að sjá myndir og heyra sögur. Ég flutti nú bara yfir í Gauksmýrina á meðan og er þar enn! Er búin að vera í góðu yfirlæti hjá mömmu og pabba með börnin. Ætli ég lufsist nú ekki heim til mín á morgun, eða alla vega annað kvöld svo að Heimir komi ekki að tómu rúminu
Það styttist í skírnina. Mér sem fannst þetta eitthvað svo hrikalega langur tími sem barnið yrði nafnlaust, er nú bara að verða liðinn. Mikið hlakka ég til.
Handboltahetjurnar koma heim á morgun. Ég ætla sko að horfa á útsendinguna frá A-Ö, verst að vera ekki á staðnum. Mikið væri það nú gaman.
En jæja, ætla að fara að sofa. Ingibjörg sefur vært í afa rúmi (þar sem hann er farinn út á sjó), mamma komin upp í til hennar og við drengurinn hreiðrum um okkur inni í mínu herbergi. Bara notalegt Góða nótt.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Já það er farið að vera haust í lofti, sérstaklega þegar maður fer út snemma á morgnana.
Voða ljúft að nota ömmurnar, svo gott að fá hjálp frá þeim, gerir allt svo miklu auðveldara í hversdagsleikanum. Vildi óska að mín mamma væri mér nær...eða að það væru allavega göng á milli staðanna!
Hlakka til að heyra nafnið...
Heiða Árna (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 08:23
Ég var í fánalitunum! Bláum buxum, hvítum bol og rauðum jakka. Mikið var þetta flott móttaka.
Elma (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 21:46
Já og þú fékkst að sjá hann Kristján þinn í útsendingunni :) Heyrumst í næstu viku!
Júlía Rós (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.