Leita í fréttum mbl.is

Jammí!

Var að enda við að slafra í mig hriiiikalega góðu eplapæi. Upphitað síðan í gær og er bara betra ef eitthvað er. Fékk uppskriftina hjá Siggu Möggu, vona að henni sé sama þó ég setji hana hér inn Wink Málið er að ég hef verið með þetta á heilanum síðan ég smakkaði þetta í byrjun september. Hef ekki lengur tölu á því hversu oft ég er búin að gera þetta síðan þá. Einfalt og fljótlegt, það leiðinlegasta finnst mér að skralla og skera niður eplin. Og svo ég segi bara eins og dóttirin þegar henni finnst eitthvað gott: "Ég er bara alleg sjúkur í þetta!" Hér er uppskriftin:

200 gr. sykur

200 gr. smjör (ég set 150 gr.)

200 gr. hveiti

Þetta er hægt að setja annað hvort í hrærivél eða hnoða saman.

4-6 græn epli

Eplin sett neðst í eldfast mót, kanilsykri stráð yfir (eftir smekk) og svo ljós súkkulaðispænir (líka eftir smekk). Hægt að nota annað súkkulaði, marsipan og bara það sem manni dettur í hug. Deigið er sett yfir þetta allt saman. Inn í ofn á ca. 180 gráður í ca. 30 mín, eða þar til deigið verður gullið og farið að krauma í þessu. Og svo er auðvitað málið að borða mikið af ís með.

Annað sem ég hef verið með á heilanum í nokkrar vikur núna, er Rommý. Súkkulaðið Rommý. Alveg er það nú himneskt. Skil ekki af hverju ekki er hægt að kaupa STÓRT Rommý. Stórt bara eins og Draumur eða Rís. Eitt er nefnilega ekki nóg, eftir ca. 3 er ég orðin sátt. Sé fyrir mér alveg RISA Rommý og þegar maður bítur í, þá lekur gumsið úr. Ummm... Hef verið að velta því fyrir mér af hverju ég er svona sjúk í þetta og er nokkuð viss um að það er áfengisbragðið! Samt finnst mér áfengi ekki svo gott, jú bjór og hvítvín. Ekki mikið meira og alls ekki Rommý Sideways Annars er ég auðvitað bara sælgætissjúk, hef verið það í mörg ár en er einkar slæm núna. Spurning hvort það tengist eitthvað brjóstagjöfinni. Ég hef náð að trappa niður gosdrykkjuna en ég er alveg týnd í sælgætinu ennþá.

Mamma og pabbi koma heim frá Barcelona á morgun. Hlakka mikið til því mamma fór í barna H&M og keypti ALLT sem ég var búin að skrifa á blað og meira til!! Bara veisla Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smilla

Ohh...eeeelska Rommý. Er Rommý og Conga fíkill! Borða alltaf svona gamalmenna-nammi

Smilla, 13.10.2008 kl. 01:10

2 Smámynd: Stella Rán

Þetta er bara góð eplakaka, hefurðu prófað að borða rommý með eplapie-inu?

Mamma þín er góð kona

Stella Rán, 13.10.2008 kl. 07:30

3 identicon

Mmm elska bloggfærslur með mataruppskriftum ;) Ég hef einmitt prófað svona svipaða uppskrift (jafnt af öllu) en þá var súkkulaðirúsínum og salthnetum stráð yfir, það er líka hrikalega gott!

Er ekki allt í lagi að vera nammi fíkill ef maður viðurkennir það?  ....og ef maður er ekki spekfeitur....Get því miður ekki verið sammála ykkur með vín-nammi....eins og t.d. romm kúlurnar....hrikalega gott súkkulaðið utan af þeim en ógeðslegt ef maður bítur í gegn

Ég var að gera tilraun um helgina til að baka marengsköku með súkkulaðilakkrískurli í ....er einhver hér sem að hefur prófað það og það tekist? Lakkrísinn brennur nefnilega alltaf. Ég hef bakað svoleiðis smákökur og þá er það ekkert mál því að maður þarf bara að baka þær í 15 mín minnir mig.

Heiða Árna (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 08:36

4 Smámynd: Úrsúla Manda

Ummm Stella, þetta er ábyggilega gott! Gæti meira að segja prufað að setja Rommý í pæið. Hugsa að ég geri það næst!

Nei Heiða, ég er ekki heldur hrifin af rommkúlum, en Rommý er bara allt annað sko  prufaðu það.  

Ég hef ekki prufað að baka þetta, en mikið hljómar þetta girnilega

Úrsúla Manda , 13.10.2008 kl. 10:17

5 identicon

Eplapæ rétt fyrir miðnætti :)

Pakkinn kom í dag, takk fyrir vinkona.

Júlía Rós (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 20:23

6 identicon

Þetta er snilldaruppskrift. Ég smakkaði hana fyrst í boði fyrir nokkrum árum og þá voru notuð allskonar ber. Bláber, jarðarber og hindber og svo degið yfir. Ís og rjómi með. Ótrúlega gott. Úr matreiðslubók sem Jamie Oliver gaf út minnir mig.

 Gott annars að þú sért farin að blogga aftur. Jólin koma ekkert hjá mér nema í gegnum þig ;) Ég er meira að segja að velta því fyrir mér að senda þér jólakort í ár. Gaman að senda þeim sem finnst þetta svona skemmtilegt.

Þoka (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 14:00

7 Smámynd: Úrsúla Manda

Þórey þetta hljómar mjög girnilega, þarf að prufa þetta einhvern tímann.

Þú veltir ekkert fyrir þér að senda mér jólakort, nú gerir þú það bara. Og ég sendi þér... með mynd af börnunum auðvitað og vænti þess að fá mynd af Lúsinni með svörtu steina ólina

Úrsúla Manda , 15.10.2008 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband