Leita í fréttum mbl.is

Senn koma jólin

Ég er farin að hlakka all verulega til jólanna. Það er svo ótrúlega stutt í þau, tíminn þýtur jú áfram. Mikið verður nú gaman! Við erum búnar að plana (já ég og mamma) hvernig við ætlum að hafa þetta allt saman. Hvað verður í matinn og hvar við ætlum að vera. Ég er líka voða spennt fyrir jólasveinadæminu eins og alltaf, og hlakka til að sjá hvernig Ingibjörg bregst við þessu öllu núna, þar sem hún hefur meiri skilning á þessu en fyrir ári síðan. Hlakka til að skreyta allt í íbúðinni, setja seríurnar í gluggana og það allt. Hugsa að ég skreyti um miðjan nóv, kannski fyrr. Er líka búin að ákveða að opna jólakortin UM LEIÐ og þau berast! Fannst ekkert svo mikið fútt í að geyma þau öll eins og mér tókst að gera í fyrra. Frekar bara að opna þau strax. Það verður auðvitað ÆÐI að taka upp pakkana með Ingibjörgu og sjá hvar Ármann Snær verður, þá 5 mánaða. Get ekki beðið eftir að geta farið að hlusta á jólalög, skrifa jólakort og borða smákökur. Mikið er þetta ljúfur tími sem framundan er, dimmt og notalegt, kertaljós og snjór Heart

Ég var á foreldrafundi á leikskólanum áðan og þar var verið að ræða desembermánuðinn og hvað framundan er. Mikið gaman allt saman. Þetta er í fyrsta sinn sem Ingibjörg er á leikskóla hér á Íslandi yfir þennan tíma, svo ég hlakka ægilega til. Hlakka til að syngja með henni jólalög, fara á piparkökudaginn með henni og gera margt fleira skemmtilegt! Svei mér þá, það er bara gleði framundan hjá mér Grin

Ég fer svo í próf 12. des. Ég ætla nú að reyna að halda ró minni yfir því. Held líka að þetta sé nokkuð þægilegt próf, ef þið skiljið hvað ég meina.

Jamm og já, nú fer ég að sofa með gleði í hjarta yfir komandi tímum. Gleðileg jól... meina góða nótt Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smilla

o já, get ekki beðið Hlakka svooooo til jólanna. Er byrjuð að undirbúa smá í laumi (jóli er búinn með SD t.d. og langt kominn með LK).

Smilla, 15.10.2008 kl. 01:20

2 identicon

Ég játa. Ég er líka strax farin að hlakka alveg HRIKALEGA til jólanna! Það snýst samt ekki mikið um skreytingar heldur það að koma til Íslands í jólafríinu eftir heilt ár.

Jóhanna (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 07:18

3 identicon

Já maður kemst nú bara í jólaskap við að lesa bloggið þitt Úrsúla .

Alveg er ég hjartanlega sammála þér, haustið og jólin eru YNDISLEGUR tími. Og það er svo gaman á jólunum þegar að maður á lítil kríli sem eru að tapa sér í gleði. Hlakka einmitt rosalega til þegar að ALfreð Breki kemur heim á klakann og fær að sjá ALVÖRU jólasveina .

Ég skal hugsa til þín 12. des. og senda þér góða strauma, en þá verð ég í flugvélinni á leiðinni heim til Íslands....... Ísland fagra Ísland, áskær fósturjörð......  ein sem er að missa sig í heimþrá og tilhlökkun .

Takk fyrir fallega kveðju á barnalandinu  jæja ég er að hugsa um að fara að gera eplaköku

Kærar kveðjur heim í fjörðin fagra

Svava Rós (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 08:32

4 identicon

Gaman að sjá hvað þú kemur sterk inn eftir gott blogghlé... svo er ég líka nánast komin í jólaskap eftir að hafa rennt yfir þessa færslu hjá þér.

Salný (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 08:33

5 identicon

Já bara rétt rúmir 2 mánuðir til stefnu...styttist í að maður geti byrjað að baka...namm namm og svo elska ég líka mandarínutímabilið!

Unnar Birkir (fóstursonurinn) verður hjá móður sinni á aðfangadag þetta árið, þannig að þetta verður ekki eins hressilegt og síðast þar sem að Árni Veigar verður ekki alveg kominn með vit á þessu öllu saman þessi jólin  Það er samt svolítið spennandi að vera fara halda jólin í nýju húsi...finna út með skreytingarnar og þess háttar.

Ekkert smá dugleg að blogga þessa vikuna stelpa ;)

Heiða Árna (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 11:21

6 identicon

Þú ert yndisleg jólastelpa:)

Svanfríður (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 13:27

7 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Þú ert ótrúleg, en ósköp samkvæm sjálfri þér. Matseðillinn tilbúinn, jólagjafirnar komnar á hreint og bara nefndu það. Þú veist að Rússar halda jólin á Þrettándanum? Kannski við þurfum að gera það líka!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 15.10.2008 kl. 15:22

8 Smámynd: Smilla

Ji Úrsúla Manda - ef rússar lána okkur penge þá hljótum við að vera skyldugar til að halda ÖNNUR jól á þrettándanum - hugsa sér hvað við erum heppnar í miðri kreppu

Smilla, 15.10.2008 kl. 17:18

9 Smámynd: María Katrín Jónsdóttir Ármann

Vá miðjan nóv, það er fyrr en við Brynja !! Líst vel á þig Stefni sjálf á síðustu helgin í nóv

María Katrín Jónsdóttir Ármann, 15.10.2008 kl. 19:06

10 identicon

Við látum þig nú varla vera langt á undan okkur Maríu, höfum nú yfirleitt verið fyrstar í þessu. Þegar við komum heim frá Jamaica 18.nóv í fyrra var María búin að skreyta og ég fékk ekki frið frá ÍÓ fyrr en við vorum búin að því líka 20.nóv, fannst það æði, frábært að hafa ljósin í skammdeginu

Brynja (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 20:31

11 Smámynd: Þóra Elísabet Valgeirsdóttir

Það er alltaf gaman að hafa eitthvað til þess að hlakka til!

Það er svo góð tilfinning.

kv Þóra. 

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 15.10.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband