16.10.2008 | 22:56
Greys lofar góðu
Ohhh þeir eru alveg að gera sig þessir þættir sko! Þetta er bara snilld get ég sagt ykkur. Er semsagt búin að horfa á þrjá þætti og ég skal lofa því að tjá mig ekki um þá hér, svo Júlía mín þér er óhætt Nú þarf ég að ná mér í Brothers & Sisters þættina ásamt Private Practice. Algjört must!
Ármann Snær fer í 3ja mánaða skoðun og sprautu á morgun. Fyrstu sprautuna sína. Vona að hann verði hress eftir hana blessaður. Hlakka svo til að heyra nýjustu tölur, en okkur finnst hann aðeins hafa hægt á vextinum - þverveginn
Ég er ekki enn búin að fá mér facebook. Ætli ég sé ekki sú síðasta, fyrst Jóhanna er núna búin að fá sér það segja allir að þetta sé svo sniðugt, en ég veit satt að segja ekkert út á hvað þetta gengur. Er hægt að blogga þarna eða hvað á maður að gera? Getur maður spjallað eins og á msn? Skil þetta ekki.
Jæja ég ætla *snemma* í rúmið í kvöld og lesa smá. Góða nótt.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Slepptu andlitsbókinni, hún er bara tímaþjófur. Ég ætla að halda mér við bloggið þar get ég allavega komið skoðunum mínum á framfæri.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 16.10.2008 kl. 23:31
já ég er eiginlega sammála um þetta méð fésbókina, bara tímaþjófur! ég er með eina slíka sem ég hékk aðeins á fyrst en núna nenni ég þessu ekki, alltaf það sama - finnst eins og fólk noti þetta bara til að fylgjast með öðrum og forvitnast:S þetta er alls ekki möstið sko að mínu mati!!
Annars er allt gott að frétta úr höfuðborginni. Andrean mín og Karóin eru komnar til mín þannig að the three chickas eru sameinaðar á ný:) vildi samt helst að við myndum vinna allar á sama stað en svona er þetta! bið að heilsa á nesó:D
baddy hjúkka (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 05:40
Gaman að "heyra" frá þér Baddý mín, gott að það gengur vel hjá ykkur öllum. Sko þið komið auðvitað bara allar hingað til Nesk, þá gætu þið allar verið að vinna saman Bið að heilsa stelpunum.
Úrsúla Manda , 17.10.2008 kl. 13:29
Nú hef ég enn meiri ástæðu til að hlakka til jólanna fyrst Grey´s lofar góðu, nú les ég bloggið þitt áfram óhrædd :)
Júlía (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.