18.10.2008 | 21:48
Já ég er sko ekki lengur sú síðasta!! Nú er ég "inn" ég skráði mig semsagt á facebook-ið. Er nú bara svona að skoða þetta og átta mig á þessu öllu. Virðist nokkuð sniðugt, og alveg pottþétt að þarna er sko hægt að gleyma sér. Ég ætla nú samt ekkert að blogga þarna held ég, frekar að halda því bara áfram hér.
Ingibjörg er í mat og gistingu hjá ömmu sinni í kvöld. Það finnst henni svakalega skemmtilegt. Að fá að borða ein hjá ömmu og afa og mamma og pabbi ekki með er mikið sport. Svo ætla þær nöfnur að fara í sunnudagaskólann í fyrramálið. Hlakka til að heyra hvernig það fer. Hún hefur ekki farið áður. Þetta verður hlutverk mömmu sem guðmóðir hennar, að storma með hana í sunnudagaskólann spurning svo hvort að hin guðmóðirin leysi mömmu af þegar hún verður stödd hér í sveitinni
Var að baka eplakökuna góðu og prófaði, eins og Stella benti mér á, að borða Rommý með henni. Jammí gooott! Setti Rommýið semsagt ekki ofan í bökuna heldur hef það bara svona on the side.
Ætla að fara að horfa á Brothers & Sisters sem Brynja setti inn á tölvuna mína. Bið að heilsa ykkur í bili.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Ég skráði mig líka inní Facebook um helgina, alveg ferleg ætti frekar að vera að lesa fyrir prófið í stefnumiðaðri stjórnun sem er á morgun.
Mæli með Sunnudagaskólanum :)
Júlía (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 09:57
Mmmmm.... ég prófa þetta sko þegar ég kem til Íslands, eða einhver sendi mér rommý út til að prófa
Til lukku með fésið, búin að "adda" þér...
Stella Rán, 19.10.2008 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.