22.10.2008 | 21:58
Huggó
Við Ármann Snær erum búin að eiga notalega morgna þessa vikuna. Heimir hefur farið með Ingibjörgu í leikskólann og þá hef ég skriðið upp í rúm og haldið áfram að sofa eftir að þau eru farin Þetta er auðvitað bara draumur þegar það er leiðinlegt veður og ísskalt úti. Svo ef Ármanni dettur í hug að rumska þá skelli ég fæðunni bara upp í hann og við höldum áfram að sofa Gott þegar fæðan er svona föst við mann, hefur allt sína kosti og galla.
Já það var klúbbur í gærkvöldi. Mjög gaman. Át og át og át. Sátum aftur til 2, svona er það í góðra vina hópi, þá þýtur tíminn áfram.
Vorum í mat hjá mömmu í kvöld. Fengum hriiiikalega góða súpu. Kjúklingasúpu. Ég át 3 diska! Verð að fá uppskriftina hjá henni og skella henni hérna inn. Algjört lostæti.
Ætla að fara að horfa á Chuck og prjóna.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Það er auðvitað argasti dónaskapur að éta diskana þegar manni er boðið í mat. Maður á að láta sér nægja það sem á þeim er!
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 24.10.2008 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.