28.10.2008 | 23:07
Úff...
Ég settist hérna niður með tölvuna í fanginu rétt fyrir klukkan 9. Börnin bæði sofnuð, ætlaði að blogga og horfa svo á eitthvað skemmtilegt og prjóna. En núna 2 tímum síðar hef ég ekki gert neitt annað en gleyma mér á fésbókinni! Ég get svo svarið það! Þetta er þvílíkur tímaþjófur, en alveg hrikalega skemmtilegt Ég ætla að passa mig á morgun að fara ekki inn á þetta, reyna frekar að hlusta á eins og einn fyrirlestur eða svo... og prjóna á meðan
Það er alveg á hreinu að börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Ingibjörg steig ofan á pússlukassa áðan og meiddi sig eitthvað í fætinum. Hún brást við því með því að segja: Á shit! Ég hrökk alveg í kút því þetta má rekja til mín *hóst* Fannst þetta samt frekar fyndið
Jæja ætla að hætta þessu, ætla að fara að lesa!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
ohh...mér finnst pínu sætt að heyra þessi kríli segja "Á shit" ...usss, ég sagði þetta ekki (Reyni þó að hafa þetta ekki fyrir börnunum, en maður slysast einstaka sinnum aaaalveg óvart )
Smilla, 28.10.2008 kl. 23:12
Haha já Helgi Gnýr fór einmitt í gegnum svona shit tímabil fyrir soldið löngu síðan. Þá vandi ég mig af því að segja það í hans áheyrn. Undanfarið er hann svo farinn að segja fokk við hin ýmsustu tilfelli. Sjálf er ég aðdáandi þess orðs, bara ekki úr hans munni:)
Jóhanna (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.