Leita í fréttum mbl.is

Hárið

Mig langar svooo að gera eitthvað róttækt við hárið á mér. Helst að klippa það í millisídd eða klippa á mig topp. Veit samt að ég á hvorugt eftir að gera. Í fyrsta lagi ætla ég að gifta mig með sítt hár (það má hinsvegar Guð vita hvenær það verður, gæti örugglega klippt mig stutt, það yrði orðið sítt aftur þegar að því kæmi) og svo veit ég að þegar ég sæi einhverja með sítt hár að þá myndi ég sjá eftir mínu hári. Já það er ekki alltaf auðvelt að vera vanafastur og þola illa breytingar Wink Við Rósa ræddum þetta reyndar og erum að spá í að reyna að fara milliveg, klippa svona lufsu topp. Veit samt ekki hvað ég geri - kemur í ljós í desember.

Er búin að panta tíma fyrir börnin í myndatöku hjá Siggu. Förum í næstu viku. Mikið hlakka ég til. Ármann er þá á sama aldri og Ingibjörg var þegar hún fór í sína fyrstu myndatöku, eða fjögurra mánaða.

Það er saumaklúbbur hjá mér annað kvöld. Fátt skemmtilegra en að prjóna og spjalla í góðra vina hópi Smile tala nú ekki um þegar það eru kræsingar á borðum líka.

Mikið óskaplega er Mr. Big myndarlegur í Sex and the City. Svei mér þá. Hann minnir mig á mann sem ég þekki. Eitt hinsvegar sem ég þoli ekki við þessa þætti er þegar Carrie er að reykja. Fer svakalega í taugarnar á mér, því mér finnst akkúrat ekkert smart við reykingar. Finnst þetta rosalega glatað.

Farin að lesa - góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mæli með topp og ekki einhverjum lufsu topp, toppurinn nær að vaxa áður en þú giftir þig - spurning með hárið. Klipping og litun hjá mér á morgun.

Sammála þessu með Carrie, en hún hættir að reykja :)

Júlía (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 08:44

2 identicon

Ég einmitt elska þessa þætti....en ég þoli ekki reykingar

Gangi þér vel með hárið og myndatökuna ;)

Heiða Árna (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 08:53

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Þetta getur vafist fyrir mörgum. Gömul vinkona mín fór eitt sinn til Bjössa rakara en hann var þá eini klipparinn í bænum fyrir utan kalla eins og pabba sem klippti annan hvern haus, karlmannshaus í bænum. Nú vinkona mín settist í stólinn hjá Bjössa, hann var þá þar sem Jóna Lind á heima núna, í kjallaranum. Hvernig á að klippa spurði Bjössi grafalvaralegur og spekingslegur á svip. Vinkona mín var ekki í vafa hvernig hún vildi hafa það. Svarði stutt og laggott: Sítt.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 6.11.2008 kl. 10:45

4 Smámynd: Smilla

Hey - gerðu bara eitthvað wild, klipptu á þig topp - ég gerði það í sumar og nú er ég ekki lengur með topp. Lét svo klippa allt hárið af um daginn - er núna með styttra hár en þú (ekki mikið en samt) - þar fóru 40-50cm af (eða svo sagði hárgreiðsluskvísan). Þetta vex alltaf aftur.

Smilla, 6.11.2008 kl. 12:34

5 identicon

Klipptu á þig topp skvís. Ég er nákvæmlega eins, þoli illa svona breytingar (enda búin að vera eins um hárið í mörg ár). En hef oft látið klippa á mig topp, það gerir helling fyrir mann og ef þú ert ekki að fíla það þá getur þú alltaf sett í þig spennu.......hárið vex 

Svava Rós (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 19:34

6 identicon

Bara klippa þig eins og ég hef það.  Ekkert vesen, svo vex það bara aftur.(hélt ég)

Hermann (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 16:35

7 Smámynd: Úrsúla Manda

Já mér finnst þið nú nokkuð djörf hérna, þó aðallega Hermann  held ég klippi ekki á mig TOPP því ég myndi bilast þegar ég ætti að safna honum aftur. Er farin að hallast frekar á lufsu topp. En ég hef mánuð eða svo til að velta mér upp úr þessu. Sigurlaug - MYND takk!!

Úrsúla Manda , 7.11.2008 kl. 16:54

8 identicon

Fyrirgefðu...............en hvað er lufsutoppur????

Búin að vera aðeins of lengi í Norge

Svava Rós (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 10:36

9 identicon

HAHAHA..

Á ég eitthvað að tjá mig í þessari umræðu Úrsúla mín?? :)

Anna Kristín Matt (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 17:24

10 identicon

Bara að kíkja smá við og sjá hvernig jólaundirbúningurinn gengur. Var mest hissa yfir að síðan væri enn bleik. Hélt að hún væri orðin rauð með fullt af jólaseríum osfv.

Kv Tinna

Tinna (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband