19.11.2008 | 22:16
Jóla Jóla Jóla Jóla
Lægð yfir blogginu hjá mér. Engin lægð á öðrum vígstöðum hinsvegar. Nóg að gera í skólanum og var ég í vettvangsnámi í vikunni. Bara gaman. Þarf svo að skila inn leiðarbókinni 2. des og svo er það prófið 12. des.
Jólaljósin eru komin upp hjá mér. Mikið er það yndislegt. Kláraði það um síðustu helgi. Nú á ég eftir að setja upp jólaskrautið, ætli ég setji það ekki upp í næstu viku. Hugsið ykkur 1. í aðventu bara eftir rúma viku! Ó þetta er svo dásamlegur tími
Er næstum búin með jólagjafirnar, á smá eftir. Er einnig komin með nokkrar skógjafir, en er að vona að mamma og pabbi fari til Akureyrar svo ég geti fengið mömmu til að versla jólagjöfina hennar Ingibjargar og nokkrar skógjafir þá í leiðinni. Ég ætla að reyna að sitja á mér að byrja á jólakortunum. Það finnst mér svo skemmtilegt, sitja og skrifa jólakort, með kertaljós, hlusta á jólalög og borða smákökur... ó hvað þetta er yndislegt Og já, ég ætla að opna jólakortin UM LEIÐ og ég fæ þau, ekki geyma þau - fékk ekkert út úr því síðast!
Jæja, ég ætla að hlusta á einn fyrirlestur áður en ég fer í háttinn. Aldrei að vita nema að ég bloggi aftur á morgun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Ef ég læsi ekki þetta blogg þá vissi ég ekki að það eru að koma jól, annars var Hermann að tala um það i gær að fara að ná í jóladótið.
Júlía (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 11:50
Ef ég vissi ekki betur hefði ég haldi að síðasta blogg sem stóð í marga daga væri um söngleikinn Hárið - en svo er víst elkki. Var að dáðst að suður gluggunum hjá þér. Flott
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 20.11.2008 kl. 16:34
Ég er einmitt búin að baka 3 sortir af smákökum. Svo í gær var vinkona mín í heimsókn og ég bauð henni að sjálfsögðu upp á smakk, snjór úti, en það vantaði sko alveg jólaseríurnar þannig að þetta væri fullkomið! Stefni á að laga það um helgina ;)
Heiða Árna (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 08:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.